Vísitölur lækka lítillega í Evrópu 24. ágúst 2007 09:29 Frá hlutabréfamarkaði í Asíu. Gengi hlutabréfa lækkaði í Hong Kong eftir að einn stærsti banki Kína sagðist hafa fjárfest í bandarískum fasteignalánasöfnum. Mynd/AFP Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu hafa lækkað á fjármálamörkuðum í dag. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagði samdrátt á fasteignamarkaði hvergi nærri lokið. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um tæpt hálft prósentustig en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um 0,8 prósent. Ástæðan fyrir lækkuninni í Kína er sú að í ljós hefur komið að Kínabanki, einn af stærstu bönkum landsins, greindi frá því að hann hefði fjárfest fyrir jafnvirði 9,7 milljarða bandaríkjadala í bandarískum fasteignalánasöfnum. Greinendur segja þetta ekki fréttir sem fjárfestar vilji heyra þessa dagana. Fréttin olli taugatitringi í röðum fjárfesta í Kína og seldu þeir mikið magn bréfa sinna í bankanum með þeim afleiðingum að gengi bréfa í bankanum féll um 5,4 prósent í kauphöllinni í Hong Kong. Þá hafa hlutabréfamarkaðir í Evrópu ekki farið varhluta af lækkun á öðrum mörkuðum en sem dæmi hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað rétt lítillega, þýska Dax-vísitalan farið niður um tæp 0,5 prósent en hin franska Cac-40 hefur lækkað um rúm 0,2 prósent. Svipuð þróun hefur átt sér stað á Norðurlöndunum en þar hafa vísitölur lækkað um tæpt prósentustig. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu hafa lækkað á fjármálamörkuðum í dag. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagði samdrátt á fasteignamarkaði hvergi nærri lokið. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um tæpt hálft prósentustig en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um 0,8 prósent. Ástæðan fyrir lækkuninni í Kína er sú að í ljós hefur komið að Kínabanki, einn af stærstu bönkum landsins, greindi frá því að hann hefði fjárfest fyrir jafnvirði 9,7 milljarða bandaríkjadala í bandarískum fasteignalánasöfnum. Greinendur segja þetta ekki fréttir sem fjárfestar vilji heyra þessa dagana. Fréttin olli taugatitringi í röðum fjárfesta í Kína og seldu þeir mikið magn bréfa sinna í bankanum með þeim afleiðingum að gengi bréfa í bankanum féll um 5,4 prósent í kauphöllinni í Hong Kong. Þá hafa hlutabréfamarkaðir í Evrópu ekki farið varhluta af lækkun á öðrum mörkuðum en sem dæmi hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað rétt lítillega, þýska Dax-vísitalan farið niður um tæp 0,5 prósent en hin franska Cac-40 hefur lækkað um rúm 0,2 prósent. Svipuð þróun hefur átt sér stað á Norðurlöndunum en þar hafa vísitölur lækkað um tæpt prósentustig.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira