Buffett sér kauptækifæri á fasteignalánamarkaðnum 21. ágúst 2007 15:29 Warren Buffett. Hér ræðir hann við félaga sinn Bill Gates, annan af tveimur stofnendum hugbúnaðarrisans Microsoft. Mynd/AFP Bandaríska viðskiptadagblaðið Wall Street Journal leiðir að því líkum í dag að auðkýfingurinn aldni Warren Buffett sé líklegur til að kaupa hluta af fasteignalánastarfsemi bandaríska fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial. Fyrirtækið hefur átt við verulega fjárhagsörðugleika að stríða vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og hefur verið rætt um yfirvofandi gjaldþrot þess. Blaðið segir fasteignalánahluta fyrirtækisins geta heillað Buffett en hann hefur fjárfest nokkuð í fjármálafyrirtækjum upp á síðkastið, ekki síst í þeim sem hafa lent í erfiðleikum vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði. Þar á meðal hefur fjárfestingafélag hans, Bershire Hathaway, keypt hluti í Bank of America, einum af sex stærstu fasteignalánafyrirtækjum Bandaríkjanna. Buffett sagði í samtali við sjónvarpsstöðina CNBC á dögunum að mörg kauptækifæri hefðu skapast í hræringunum á fjármálamörkuðum upp á síðkastið. Countrywide hefur átt við mikla erfiðleika að etja upp á síðkastið og þurfti nýverið að nýta sér lánaheimild upp á jafnvirði 800 milljarða íslenskra króna vegna lausafjárskorts vegna mikilla vanskila viðskiptavina fyrirtækisins. Fjárfestingabankinn Merril Lynch sagði á dögunum að vegna þeirra slæmu stöðu sem fyrirtækið sé í sé mikil hætta á því að fyrirtækið verði gjaldþrota. Það hefur þegar hafið hagræðingu í rekstri, meðal annars með uppsögnum á starfsfólki. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska viðskiptadagblaðið Wall Street Journal leiðir að því líkum í dag að auðkýfingurinn aldni Warren Buffett sé líklegur til að kaupa hluta af fasteignalánastarfsemi bandaríska fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial. Fyrirtækið hefur átt við verulega fjárhagsörðugleika að stríða vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og hefur verið rætt um yfirvofandi gjaldþrot þess. Blaðið segir fasteignalánahluta fyrirtækisins geta heillað Buffett en hann hefur fjárfest nokkuð í fjármálafyrirtækjum upp á síðkastið, ekki síst í þeim sem hafa lent í erfiðleikum vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði. Þar á meðal hefur fjárfestingafélag hans, Bershire Hathaway, keypt hluti í Bank of America, einum af sex stærstu fasteignalánafyrirtækjum Bandaríkjanna. Buffett sagði í samtali við sjónvarpsstöðina CNBC á dögunum að mörg kauptækifæri hefðu skapast í hræringunum á fjármálamörkuðum upp á síðkastið. Countrywide hefur átt við mikla erfiðleika að etja upp á síðkastið og þurfti nýverið að nýta sér lánaheimild upp á jafnvirði 800 milljarða íslenskra króna vegna lausafjárskorts vegna mikilla vanskila viðskiptavina fyrirtækisins. Fjárfestingabankinn Merril Lynch sagði á dögunum að vegna þeirra slæmu stöðu sem fyrirtækið sé í sé mikil hætta á því að fyrirtækið verði gjaldþrota. Það hefur þegar hafið hagræðingu í rekstri, meðal annars með uppsögnum á starfsfólki.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira