Virðisaukaskatturinn drýgstur 20. ágúst 2007 18:45 Fjögurhundruð tuttugu og tveir milljarðar króna runnu í ríkissjóð á síðasta ári - næstum sama upphæð og árið áður. Virðisaukaskatturinn er drýgstur og gæti einn staðið undir heilbrigðiskerfinu, háskólum og framhaldsskólum. Og meiru til. Þá er búið að birta ríkisreikninginn, ársreikninga ríkisstofnana, hlunk á þykkt við símaskrána. Í honum kemur fram að tekjur á síðasta ári urðu þegar til kom 422 milljarðar króna. Það er nánast sama upphæð og kom í kassann árinu áður - en þá voru tekjurnar rúmur 421 milljarður - en það ár seldi ríkið Símann á tæpa 67 milljarða króna. Tæpur þriðjungur af tekjunum kemur af virðisaukaskatti á vöru og þjónustu. Næststærsti tekjustofninn er skattur af tekjum og hagnaði einstaklinga, rúm 19%, sem er ríflega helmingi hærri upphæð en ríkið fær af skatti á tekjum og hagnaði fyrirtækja en hann er tæplega 8% af tekjunum. Rúm tíu prósent teknanna eru af vörugjöldum, fjármagnstekjuskatturinn skilar 5,6 prósentum, tryggingagjöldin 9 prósentum. Að venju eru það heilbrigðismálin sem er stærsti einstaki útgjaldaliður ríkisins. Fjórðungur teknanna fór í heilbrigðismálin, eða 86 milljarðar - sem er 9 milljörðum meira en árið áður. Næststærsti liðurinn eru almannatryggingar- og velferðarmál, eða 22% - en inni í því eru meðal annars barna- og vaxtabætur, fæðingarorlof og málefni fatlaðra. Efnahags- og atvinnumál eru 13,5% útgjalda en stærstu liðirnir þar er vegalagning og landbúnaðurinn. Almenn opinber þjónusta tekur meira til sín en menntamálin - en ein af hverjum tíu krónum renna í háskóla og framhaldsskóla, menningar-, íþrótta- og trúmál fá 4%, umhverfisvernd 1% og varnarmálin 0,2%. Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Fjögurhundruð tuttugu og tveir milljarðar króna runnu í ríkissjóð á síðasta ári - næstum sama upphæð og árið áður. Virðisaukaskatturinn er drýgstur og gæti einn staðið undir heilbrigðiskerfinu, háskólum og framhaldsskólum. Og meiru til. Þá er búið að birta ríkisreikninginn, ársreikninga ríkisstofnana, hlunk á þykkt við símaskrána. Í honum kemur fram að tekjur á síðasta ári urðu þegar til kom 422 milljarðar króna. Það er nánast sama upphæð og kom í kassann árinu áður - en þá voru tekjurnar rúmur 421 milljarður - en það ár seldi ríkið Símann á tæpa 67 milljarða króna. Tæpur þriðjungur af tekjunum kemur af virðisaukaskatti á vöru og þjónustu. Næststærsti tekjustofninn er skattur af tekjum og hagnaði einstaklinga, rúm 19%, sem er ríflega helmingi hærri upphæð en ríkið fær af skatti á tekjum og hagnaði fyrirtækja en hann er tæplega 8% af tekjunum. Rúm tíu prósent teknanna eru af vörugjöldum, fjármagnstekjuskatturinn skilar 5,6 prósentum, tryggingagjöldin 9 prósentum. Að venju eru það heilbrigðismálin sem er stærsti einstaki útgjaldaliður ríkisins. Fjórðungur teknanna fór í heilbrigðismálin, eða 86 milljarðar - sem er 9 milljörðum meira en árið áður. Næststærsti liðurinn eru almannatryggingar- og velferðarmál, eða 22% - en inni í því eru meðal annars barna- og vaxtabætur, fæðingarorlof og málefni fatlaðra. Efnahags- og atvinnumál eru 13,5% útgjalda en stærstu liðirnir þar er vegalagning og landbúnaðurinn. Almenn opinber þjónusta tekur meira til sín en menntamálin - en ein af hverjum tíu krónum renna í háskóla og framhaldsskóla, menningar-, íþrótta- og trúmál fá 4%, umhverfisvernd 1% og varnarmálin 0,2%.
Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira