Nasdaq segir tilboð sitt betra 17. ágúst 2007 10:39 Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq. Hann hvetur hluthafa í OMX-samstæðunni til að halda að sér höndum þrátt fyrir hærra yfirtökutilboð frá kauphöllinni í Dubai. Mynd/AFP Forsvarsmenn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq hvetja hluthafa í norrænu OMX-kauphallarsamstæðunni til að halda að sér höndum þrátt fyrir að kauphöllin í Dubaí hafi lagt fram hærra yfirtökutilboð í norræna markaðinn í dag. Kauphöllin í Dubaí lagði fram tilboð upp á fjóra milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 270 milljarða íslenskra króna, í OMX-samstæðuna í morgun. Samstæðan rekur kauphallir víða á Norðurlöndunum, þar á meðal hér, og í Eystrasaltsríkjunum. Fréttastofa Reuters hefur eftir forsvarsmönnum Nasdaq að þótt tilboð kauphallarinnar í Dubaí hljóði upp á 300 milljónir bandaríkjadala meira en Nasdaq hafi boðið þá ættu hluthafar að standa óhaggaðir og vísa til þess að þegar samruni kauphallanna gangi í gegn fái þeir 28 prósent í sameinuðu félagi. Þá er sömuleiðis stefnt að því að skera niður kostnað um 150 milljónir dala á ári gangi samruninn í gegn, að þeirra sögn. Þá hefur Reuters eftir forsvarsmönnum Nasdaq að þeir eigi í viðræðum við stjórn OMX-samstæðunnar vegna tilboðsins.Í tilkynningu frá Kauphöllinni í Dubai í dag segir að hún ráði nú þegar yfir rúmlega fjórðungshlut í OMX. Tilboð kauphallarinnar í OMX hljóðar upp á 230 sænskar krónur á hlut, jafnvirði tæplega 2.300 íslenskra króna. Samkvæmt því er virði OMX-kauphallarinnar rúmir 270 milljarðar króna. Til samanburðar hjóðar tilboð Nasdaq upp á 210 sænskar krónur á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Forsvarsmenn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq hvetja hluthafa í norrænu OMX-kauphallarsamstæðunni til að halda að sér höndum þrátt fyrir að kauphöllin í Dubaí hafi lagt fram hærra yfirtökutilboð í norræna markaðinn í dag. Kauphöllin í Dubaí lagði fram tilboð upp á fjóra milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 270 milljarða íslenskra króna, í OMX-samstæðuna í morgun. Samstæðan rekur kauphallir víða á Norðurlöndunum, þar á meðal hér, og í Eystrasaltsríkjunum. Fréttastofa Reuters hefur eftir forsvarsmönnum Nasdaq að þótt tilboð kauphallarinnar í Dubaí hljóði upp á 300 milljónir bandaríkjadala meira en Nasdaq hafi boðið þá ættu hluthafar að standa óhaggaðir og vísa til þess að þegar samruni kauphallanna gangi í gegn fái þeir 28 prósent í sameinuðu félagi. Þá er sömuleiðis stefnt að því að skera niður kostnað um 150 milljónir dala á ári gangi samruninn í gegn, að þeirra sögn. Þá hefur Reuters eftir forsvarsmönnum Nasdaq að þeir eigi í viðræðum við stjórn OMX-samstæðunnar vegna tilboðsins.Í tilkynningu frá Kauphöllinni í Dubai í dag segir að hún ráði nú þegar yfir rúmlega fjórðungshlut í OMX. Tilboð kauphallarinnar í OMX hljóðar upp á 230 sænskar krónur á hlut, jafnvirði tæplega 2.300 íslenskra króna. Samkvæmt því er virði OMX-kauphallarinnar rúmir 270 milljarðar króna. Til samanburðar hjóðar tilboð Nasdaq upp á 210 sænskar krónur á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira