Nasdaq segir tilboð sitt betra 17. ágúst 2007 10:39 Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq. Hann hvetur hluthafa í OMX-samstæðunni til að halda að sér höndum þrátt fyrir hærra yfirtökutilboð frá kauphöllinni í Dubai. Mynd/AFP Forsvarsmenn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq hvetja hluthafa í norrænu OMX-kauphallarsamstæðunni til að halda að sér höndum þrátt fyrir að kauphöllin í Dubaí hafi lagt fram hærra yfirtökutilboð í norræna markaðinn í dag. Kauphöllin í Dubaí lagði fram tilboð upp á fjóra milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 270 milljarða íslenskra króna, í OMX-samstæðuna í morgun. Samstæðan rekur kauphallir víða á Norðurlöndunum, þar á meðal hér, og í Eystrasaltsríkjunum. Fréttastofa Reuters hefur eftir forsvarsmönnum Nasdaq að þótt tilboð kauphallarinnar í Dubaí hljóði upp á 300 milljónir bandaríkjadala meira en Nasdaq hafi boðið þá ættu hluthafar að standa óhaggaðir og vísa til þess að þegar samruni kauphallanna gangi í gegn fái þeir 28 prósent í sameinuðu félagi. Þá er sömuleiðis stefnt að því að skera niður kostnað um 150 milljónir dala á ári gangi samruninn í gegn, að þeirra sögn. Þá hefur Reuters eftir forsvarsmönnum Nasdaq að þeir eigi í viðræðum við stjórn OMX-samstæðunnar vegna tilboðsins.Í tilkynningu frá Kauphöllinni í Dubai í dag segir að hún ráði nú þegar yfir rúmlega fjórðungshlut í OMX. Tilboð kauphallarinnar í OMX hljóðar upp á 230 sænskar krónur á hlut, jafnvirði tæplega 2.300 íslenskra króna. Samkvæmt því er virði OMX-kauphallarinnar rúmir 270 milljarðar króna. Til samanburðar hjóðar tilboð Nasdaq upp á 210 sænskar krónur á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Forsvarsmenn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq hvetja hluthafa í norrænu OMX-kauphallarsamstæðunni til að halda að sér höndum þrátt fyrir að kauphöllin í Dubaí hafi lagt fram hærra yfirtökutilboð í norræna markaðinn í dag. Kauphöllin í Dubaí lagði fram tilboð upp á fjóra milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 270 milljarða íslenskra króna, í OMX-samstæðuna í morgun. Samstæðan rekur kauphallir víða á Norðurlöndunum, þar á meðal hér, og í Eystrasaltsríkjunum. Fréttastofa Reuters hefur eftir forsvarsmönnum Nasdaq að þótt tilboð kauphallarinnar í Dubaí hljóði upp á 300 milljónir bandaríkjadala meira en Nasdaq hafi boðið þá ættu hluthafar að standa óhaggaðir og vísa til þess að þegar samruni kauphallanna gangi í gegn fái þeir 28 prósent í sameinuðu félagi. Þá er sömuleiðis stefnt að því að skera niður kostnað um 150 milljónir dala á ári gangi samruninn í gegn, að þeirra sögn. Þá hefur Reuters eftir forsvarsmönnum Nasdaq að þeir eigi í viðræðum við stjórn OMX-samstæðunnar vegna tilboðsins.Í tilkynningu frá Kauphöllinni í Dubai í dag segir að hún ráði nú þegar yfir rúmlega fjórðungshlut í OMX. Tilboð kauphallarinnar í OMX hljóðar upp á 230 sænskar krónur á hlut, jafnvirði tæplega 2.300 íslenskra króna. Samkvæmt því er virði OMX-kauphallarinnar rúmir 270 milljarðar króna. Til samanburðar hjóðar tilboð Nasdaq upp á 210 sænskar krónur á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira