Framleiðendur hugbúnaðar sem á að geta komið upp um hverjir það eru sem breyta síðum á Wikipediu alfræðiorðabókinni, segja að starfsmenn CIA hafi breytt síðu sem fjallar um Mahmoud Ahmadinejad forseta Írans.
Hver sem er getur breytt færslum í Wikipedia alfræðiorðabókinni. Wikipedia Scanner forritið fer yfir lista allra breytinga sem gerðar eru og tengir þær við IP tölur þeirra sem þær gera. Forritið er helst notað til að leiðrétta stafsetningar- og staðreyndavillur.
Framleiðendur þess segjast hafa komist að því að starfsmaður leyniþjónustunnar hafi bætt upphrópuninni ,,Waaaaah" fyrir framan grein sem fjallaði um Ahmadinejad. Aðrar breytingar hafi verið settlegri, til dæmis breytingar á færslu um Porter Gross, fyrrverandi yfirmann CIA.
Talsmaður CIA vildi aðspurður ekki staðfesta að breytingarnar hafi verið gerðar í tölvum stofnunarinnar.
Stofnunin situr ekki ein í súpunni. Forritið sýnir til dæmis að færslu um Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein hafi verið breytt úr tölvu í Vatíkaninu. Þá var tölva í höfuðstöðvum Demókrataflokksins notuð til að breyta færslu um hægrisinnaða þáttastjórnandann Rush Limbaugh.
Forsvarsmenn Wikipediu gleðast yfir því gagnsæi sem þeir segja þetta benda til.
Segja CIA breyta færslum í Wikipedia
Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Mest lesið

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent


Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent


KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti
Viðskipti innlent

Jón Guðni tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskipti innlent

Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti
Viðskipti innlent

Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent

VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi
Viðskipti innlent