Mikill samdráttur hjá Virgin Atlantic 14. ágúst 2007 15:44 Richard Branson með líkan af einni af vélum Virgin Airlines. Hagnaður breska flugfélagsins Virgin Atlantic nam 6,6 milljónum punda, jafnvirði tæplega 880 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 77,5 milljónir punda árið á undan. Þetta er rúmlega 90 prósenta samdráttur á milli ára. Auðkýfingurinn Richard Branson, stærsti hluthafi flugfélagsins, segir óhagstæð skilyrði hafa bitnað á hagnaði flugfélagsins. Á meðal þess sem Branson tínir til eru hátt eldsneytisverð, skattahækkanir í Bretlandi og hátt öryggisstig á Heathrow en hann segir það hafa komið illa niður á pyngju samstæðunnar. Þá tapaði Virgin Nigeria Airways 40,8 milljónum punda á árinu en Virgin-samstæðan á 49 prósenta hlut í félaginu. Ef ekki hefði komið til taprekstrar hjá afríska flugfélaginu hefði hagnaður Virgin Atlantic numið 46,8 milljónum punda, að sögn breska blaðsins Financial Times. „Hagnaðurinn hjá okkur hefði verið mun hærri ef ekki hefði komið til óþolandi ytri skilyrði á borð við hækkandi olíuverð og mikinn öryggisviðbúnað á Heathrow í fyrra," segir Branson en leggur áherslu á að hátt stýrivaxtastig í Bretlandi hafi komið illa við rekstur fyrirtækisins.Velta Virgin nam 2,14 milljörðum punda á tímabilinu, sem er 13 prósenta aukning á milli ára og metafkoma í sögu félagsins. Þá flaug 5,1 milljón farþega með vélum Virgin sem er 10,5 prósenta aukning á milli ára. Nýjar flugleiðir félagsins eiga þar hlut að máli, að sögn Financial Times. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hagnaður breska flugfélagsins Virgin Atlantic nam 6,6 milljónum punda, jafnvirði tæplega 880 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 77,5 milljónir punda árið á undan. Þetta er rúmlega 90 prósenta samdráttur á milli ára. Auðkýfingurinn Richard Branson, stærsti hluthafi flugfélagsins, segir óhagstæð skilyrði hafa bitnað á hagnaði flugfélagsins. Á meðal þess sem Branson tínir til eru hátt eldsneytisverð, skattahækkanir í Bretlandi og hátt öryggisstig á Heathrow en hann segir það hafa komið illa niður á pyngju samstæðunnar. Þá tapaði Virgin Nigeria Airways 40,8 milljónum punda á árinu en Virgin-samstæðan á 49 prósenta hlut í félaginu. Ef ekki hefði komið til taprekstrar hjá afríska flugfélaginu hefði hagnaður Virgin Atlantic numið 46,8 milljónum punda, að sögn breska blaðsins Financial Times. „Hagnaðurinn hjá okkur hefði verið mun hærri ef ekki hefði komið til óþolandi ytri skilyrði á borð við hækkandi olíuverð og mikinn öryggisviðbúnað á Heathrow í fyrra," segir Branson en leggur áherslu á að hátt stýrivaxtastig í Bretlandi hafi komið illa við rekstur fyrirtækisins.Velta Virgin nam 2,14 milljörðum punda á tímabilinu, sem er 13 prósenta aukning á milli ára og metafkoma í sögu félagsins. Þá flaug 5,1 milljón farþega með vélum Virgin sem er 10,5 prósenta aukning á milli ára. Nýjar flugleiðir félagsins eiga þar hlut að máli, að sögn Financial Times.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira