Hlutabréf lækka í Evrópu en hækka í Japan 14. ágúst 2007 09:12 Miðlarar fylgjast með gengi hlutabréfa í þýsku kauphöllinni í Frankfurt. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega við opnun viðskipta á fjármálamörkuðum í Evrópu í dag. Þetta kemur í kjölfar lækkunar á markaði í Bandaríkjunum í gær. Gengi Nikkei-vísitölunnar hækkaði hins vegar lítillega við lokun viðskipta í kauphöllinni í Japan. Seðlabankar stórra hagkerfa hafa dælt jafnvirði tugþúsundum milljarða króna inn á fjármálamarkaði síðustu tvo viðskiptadaga í því augnamiði að mýkja skellinn sem fjármálastofnanir víða um heim hafa orðið fyrir vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum. Fjárfestar eru uggandi yfir stöðu mála, ekki síst eftir að svissneski bankinn UBS, sem er með starfsemi víða um heim, greindi frá því að skellurinn á fjármálamarkaði hefði að öllum líkindum áhrif á afkomutölur fyrirtækisins á yfirstandandi ársfjórðungi, að sögn BBC. Gengi bréfa í bankanum lækkaði um þrjú prósent við fréttirnar. FTSE-vísitalan í Lundúnum í Bretlandi lækkaði um 0,7 prósent við opnun viðskipta og stendur í 6.777 stigum. Dax-vísitalan lækkaði um 0,6 prósent en Nikkei-vísitalan hækkaði um 0,3 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega við opnun viðskipta á fjármálamörkuðum í Evrópu í dag. Þetta kemur í kjölfar lækkunar á markaði í Bandaríkjunum í gær. Gengi Nikkei-vísitölunnar hækkaði hins vegar lítillega við lokun viðskipta í kauphöllinni í Japan. Seðlabankar stórra hagkerfa hafa dælt jafnvirði tugþúsundum milljarða króna inn á fjármálamarkaði síðustu tvo viðskiptadaga í því augnamiði að mýkja skellinn sem fjármálastofnanir víða um heim hafa orðið fyrir vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum. Fjárfestar eru uggandi yfir stöðu mála, ekki síst eftir að svissneski bankinn UBS, sem er með starfsemi víða um heim, greindi frá því að skellurinn á fjármálamarkaði hefði að öllum líkindum áhrif á afkomutölur fyrirtækisins á yfirstandandi ársfjórðungi, að sögn BBC. Gengi bréfa í bankanum lækkaði um þrjú prósent við fréttirnar. FTSE-vísitalan í Lundúnum í Bretlandi lækkaði um 0,7 prósent við opnun viðskipta og stendur í 6.777 stigum. Dax-vísitalan lækkaði um 0,6 prósent en Nikkei-vísitalan hækkaði um 0,3 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira