Afkoma Danske Bank undir væntingum 9. ágúst 2007 10:39 Hagnaður Danske Bank fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nam rúmum 10 milljörðum danskra króna, jafnvirði rúmra 118 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að vera 18 prósenta hækkun frá sama tíma í fyrra en þetta lítillega undir væntingum. Markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir hálfu prósentustigs meiri hagnaði á fyrri helmingi ársins og hagnaður fyrir skatta upp á rúma 10,2 milljarða danskra króna, að sögn fréttastofu Reuters. Rekstrartekjur á tímabilinu námu tæpum 22,6 milljörðum danskra króna, sem er 27 prósenta vöxtur frá sama tíma í fyrra. Þá nam rekstrarkostnaður 12,5 milljörðum króna, sem er 29 prósenta aukning frá í fyrra. Skýringanna fyrir auknum kostnaði er helst að finna í samþættingu vegna fyrirtækjakaupa og aukinnar starfsemi, að sögn Reuters. Á meðal nýlegra kaupa bankans er finnska fjármálafyrirtækið Sampo, sem Danske Bank keypti í fyrrahaust. Peter Straarup, forstjóri Danske Bank, segir stöðu Danske Bank sterka og vöxtinn á fyrri helmingi ársins ánægjulegan, ekki síst í Finnlandi og í Eystrasaltslöndunum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagnaður Danske Bank fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nam rúmum 10 milljörðum danskra króna, jafnvirði rúmra 118 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að vera 18 prósenta hækkun frá sama tíma í fyrra en þetta lítillega undir væntingum. Markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir hálfu prósentustigs meiri hagnaði á fyrri helmingi ársins og hagnaður fyrir skatta upp á rúma 10,2 milljarða danskra króna, að sögn fréttastofu Reuters. Rekstrartekjur á tímabilinu námu tæpum 22,6 milljörðum danskra króna, sem er 27 prósenta vöxtur frá sama tíma í fyrra. Þá nam rekstrarkostnaður 12,5 milljörðum króna, sem er 29 prósenta aukning frá í fyrra. Skýringanna fyrir auknum kostnaði er helst að finna í samþættingu vegna fyrirtækjakaupa og aukinnar starfsemi, að sögn Reuters. Á meðal nýlegra kaupa bankans er finnska fjármálafyrirtækið Sampo, sem Danske Bank keypti í fyrrahaust. Peter Straarup, forstjóri Danske Bank, segir stöðu Danske Bank sterka og vöxtinn á fyrri helmingi ársins ánægjulegan, ekki síst í Finnlandi og í Eystrasaltslöndunum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira