Pliva dregur úr hagnaði Barr 8. ágúst 2007 14:54 Höfuðstöðvar Pliva í Króatíu. Mynd/AP Hagnaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr nam 45,3 milljónum bandaríkjadala, rúmlega 2,9 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 41 prósents samdráttur frá sama tíma í fyrra og skrifast að mestu leyti á kostnað við yfirtöku á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva síðasta haust. Barr keppti við nokkur lyfjafyrirtæki um Pliva. Þar á meðal var Actavis. Barr hafði betur í baráttunni og greiddi 2,4 milljarða dala, eða 170,5 milljarða íslenskra króna, fyrir félagið. Hagnaðurinn jafngildir 41 senti á hlut, sem er langt undir væntingum greinenda, sem höfðu reiknað með hagnaði upp á 72 sent á hlut, að sögn fréttastofu Reuters. Tekjurnar námu 637 milljónum dala, en það er 81 prósents aukning frá sama tíma í fyrra. Sala á vörum fyrirtækisins rúmlega tvöfaldaðist á milli ára en hún nam 487 milljónum dala. Aukningin er tilkomin í gegnum Pliva. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að hagnaður lyfjafyrirtækisins nemi 3,3 dölum á hlut, sem er 30 senta hækkun frá fyrri spá. Það jafngildir hagnaði upp á 2,5 milljarða dala, sem er 100 milljónum meira en fyrri spá hljóðaði upp á. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagnaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr nam 45,3 milljónum bandaríkjadala, rúmlega 2,9 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 41 prósents samdráttur frá sama tíma í fyrra og skrifast að mestu leyti á kostnað við yfirtöku á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva síðasta haust. Barr keppti við nokkur lyfjafyrirtæki um Pliva. Þar á meðal var Actavis. Barr hafði betur í baráttunni og greiddi 2,4 milljarða dala, eða 170,5 milljarða íslenskra króna, fyrir félagið. Hagnaðurinn jafngildir 41 senti á hlut, sem er langt undir væntingum greinenda, sem höfðu reiknað með hagnaði upp á 72 sent á hlut, að sögn fréttastofu Reuters. Tekjurnar námu 637 milljónum dala, en það er 81 prósents aukning frá sama tíma í fyrra. Sala á vörum fyrirtækisins rúmlega tvöfaldaðist á milli ára en hún nam 487 milljónum dala. Aukningin er tilkomin í gegnum Pliva. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að hagnaður lyfjafyrirtækisins nemi 3,3 dölum á hlut, sem er 30 senta hækkun frá fyrri spá. Það jafngildir hagnaði upp á 2,5 milljarða dala, sem er 100 milljónum meira en fyrri spá hljóðaði upp á.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira