Bankagróði 6 mánaða dygði grunnskólum í 2 ár Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 1. ágúst 2007 18:45 Þrír stærstu bankar landsins högnuðust um tæpa níutíu milljarða á fyrri hluta ársins. Hagnaðurinn myndi duga til að reka alla grunnskóla á landinu í meira en tvö ár. Landsbankinn kynnti afkomu á fyrri hluta ársins í dag og er hagnaðurinn röskir 26 milljarðar. Nú hafa allir þrír stærstu bankar landsins, Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir, kynnt uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Landsbankinn hagnaðist um 26,3 milljarða eftir skatta - sem er 6 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Samtals högnuðust bankarnir um 88,6 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Það er heldur meira en öll sveitarfélögin frá í útsvar af tekjum landsmanna á síðasta ári. Þau fá 87,3 milljarða í útsvar og er langsamlega stærsti tekjustofn sveitarfélaganna, peningar sem standa að miklu leyti undir rekstri leikskóla, grunnskóla, ýmissi þjónustu við fatlaða og aldraða, skipulagsmálum, holræsakerfi, sorphirðu og fleiru. Rúma 32 milljarða þurfti til að reka alla grunnskóla landsins árið 2005 - hagnaður bankanna dygði því til að reka þá í á þriðja ár. En berum saman tölurnar frá þessum þremur bankaveldum í örþjóðfélaginu Íslandi. Kaupþing hagnaðist langmest fyrstu sex mánuði ársins, eða 45,8 milljarða króna, Landsbankinn rúma 26 og Glitnir um 16,5. Þá eru Landsbankinn og Glitnir varla hálfdrættingar á við Kaupþing þegar eignir bankanna eru skoðaðar. Samtals eru eignir bankanna taldar um 9500 milljarða króna virði. Eignir bankanna eru þar með orðnar, ekki bara tvöfalt meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi, heldur þarf að margfalda fasteignir landsmanna með tveimur komma sex til að fá út sömu tölu. Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Þrír stærstu bankar landsins högnuðust um tæpa níutíu milljarða á fyrri hluta ársins. Hagnaðurinn myndi duga til að reka alla grunnskóla á landinu í meira en tvö ár. Landsbankinn kynnti afkomu á fyrri hluta ársins í dag og er hagnaðurinn röskir 26 milljarðar. Nú hafa allir þrír stærstu bankar landsins, Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir, kynnt uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Landsbankinn hagnaðist um 26,3 milljarða eftir skatta - sem er 6 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Samtals högnuðust bankarnir um 88,6 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Það er heldur meira en öll sveitarfélögin frá í útsvar af tekjum landsmanna á síðasta ári. Þau fá 87,3 milljarða í útsvar og er langsamlega stærsti tekjustofn sveitarfélaganna, peningar sem standa að miklu leyti undir rekstri leikskóla, grunnskóla, ýmissi þjónustu við fatlaða og aldraða, skipulagsmálum, holræsakerfi, sorphirðu og fleiru. Rúma 32 milljarða þurfti til að reka alla grunnskóla landsins árið 2005 - hagnaður bankanna dygði því til að reka þá í á þriðja ár. En berum saman tölurnar frá þessum þremur bankaveldum í örþjóðfélaginu Íslandi. Kaupþing hagnaðist langmest fyrstu sex mánuði ársins, eða 45,8 milljarða króna, Landsbankinn rúma 26 og Glitnir um 16,5. Þá eru Landsbankinn og Glitnir varla hálfdrættingar á við Kaupþing þegar eignir bankanna eru skoðaðar. Samtals eru eignir bankanna taldar um 9500 milljarða króna virði. Eignir bankanna eru þar með orðnar, ekki bara tvöfalt meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi, heldur þarf að margfalda fasteignir landsmanna með tveimur komma sex til að fá út sömu tölu.
Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira