Svæðisbundinna truflana gætir á útsendingum Digital Íslands á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er rakin til óleyfilegrar útsendingar frá fjarskiptabúnaði er truflar tíðnisvið Digital Ísland.
Tæknimenn Vodafone vinna nú í samstarfi við Póst og fjarskiptastofnun að því að staðsetja orsök truflunarinnar og uppræta hana.
Vodafone biðst í tilkynningu velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda viðskiptavinum.