Heilbrigðisráðherra vill bjór í búðir 26. júlí 2007 18:59 Heilbrigðisráðherra styður sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Þjóðin drekkur í dag tæplega þriðjungi meira en markmið heilbrigðisáætlunar stjórnvalda gerir ráð fyrir. Sem óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins barðist Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi heilbrigðisráðherra, fyrir því að fólk gæti keypt sér léttvín og bjór um leið og það verslar í matinn. Síðast talaði hann fyrir málinu í febrúar á þessu ári og var þá fyrsti flutningsmaður frumvarps sem fjórtán þingmenn í þremur flokkum stóðu að. Frumvarpið var hársbreidd frá því að komast í gegn. Allsherjarnefnd alþingis samþykkti málið - að undanskyldum fulltrúa Vinstri grænna. Í áliti nefndarinnar kom fram að hún teldi "eðlilegt að sala á vörum og þjónustu væri á hendi einkaaðila" og að með frumvarpinu væri "stigið lítið skref í þá átt að gera sölu á áfengi frjálsa eins og tíðkast víða í nágrannalöndunum." Svo virðist sem Vinstri grænir hafi tekist að kippa því út af dagskrá með því að hóta málþófi. Þegar fréttastofa hafði samband við heilbrigðisráðherra í dag vildi hann ekki koma í viðtal. Hann sagði afstöðu sína hins vegar ekki hafa breyst í stóli ráðherra - en að hann myndi ekki beita sér fyrir framgangi þess innan ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt heilbrigðisáætlun stjórnvalda, sem gildir til 2010, er eitt af sjö forgangsverkefnum heilbrigðisyfirvalda að áfengisneysla verði ekki meiri en fimm lítrar af hreinu alkóhóli á hvern íbúa 15 ára og eldri. Vísað er til þess að árið 1998 drakk þjóðin rösklega fimm og hálfan lítra af hreinum vínanda. Heilbrigðisyfirvöld eru fjarri því að ná settu marki. Ári eftir að áætlunin tók gildi var neyslan komin heilan lítra fram yfir markmið stjórnvalda, upp í 6,53 lítra. Síðustu þrjú ár hefur neyslan aukist jafnt og þétt og var í fyrra komin í 7,2 lítra - og er þar með orðin rösklega þrjátíu prósent meiri en stjórnvöld höfðu óskað sér. Fréttir Innlent Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Heilbrigðisráðherra styður sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Þjóðin drekkur í dag tæplega þriðjungi meira en markmið heilbrigðisáætlunar stjórnvalda gerir ráð fyrir. Sem óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins barðist Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi heilbrigðisráðherra, fyrir því að fólk gæti keypt sér léttvín og bjór um leið og það verslar í matinn. Síðast talaði hann fyrir málinu í febrúar á þessu ári og var þá fyrsti flutningsmaður frumvarps sem fjórtán þingmenn í þremur flokkum stóðu að. Frumvarpið var hársbreidd frá því að komast í gegn. Allsherjarnefnd alþingis samþykkti málið - að undanskyldum fulltrúa Vinstri grænna. Í áliti nefndarinnar kom fram að hún teldi "eðlilegt að sala á vörum og þjónustu væri á hendi einkaaðila" og að með frumvarpinu væri "stigið lítið skref í þá átt að gera sölu á áfengi frjálsa eins og tíðkast víða í nágrannalöndunum." Svo virðist sem Vinstri grænir hafi tekist að kippa því út af dagskrá með því að hóta málþófi. Þegar fréttastofa hafði samband við heilbrigðisráðherra í dag vildi hann ekki koma í viðtal. Hann sagði afstöðu sína hins vegar ekki hafa breyst í stóli ráðherra - en að hann myndi ekki beita sér fyrir framgangi þess innan ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt heilbrigðisáætlun stjórnvalda, sem gildir til 2010, er eitt af sjö forgangsverkefnum heilbrigðisyfirvalda að áfengisneysla verði ekki meiri en fimm lítrar af hreinu alkóhóli á hvern íbúa 15 ára og eldri. Vísað er til þess að árið 1998 drakk þjóðin rösklega fimm og hálfan lítra af hreinum vínanda. Heilbrigðisyfirvöld eru fjarri því að ná settu marki. Ári eftir að áætlunin tók gildi var neyslan komin heilan lítra fram yfir markmið stjórnvalda, upp í 6,53 lítra. Síðustu þrjú ár hefur neyslan aukist jafnt og þétt og var í fyrra komin í 7,2 lítra - og er þar með orðin rösklega þrjátíu prósent meiri en stjórnvöld höfðu óskað sér.
Fréttir Innlent Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira