Heilbrigðisstarfsfólkið náðað 24. júlí 2007 20:42 Forseti Búlgaríu náðaði sex heilbrigðisstarfsmenn um leið og þeir komu til Búlgaríu frá Líbýu í dag. Þar höfðu þeir setið í fangelsi í átta ár. Líbýumenn fá bæði mikið fé og aukin stjórnmálatengsl fyrir að sleppa fólkinu.Hjúkrunarfólkið var fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og læknir ættaður frá Palestínu. Yfirvöld í Líbýu segja að þau hafi játað að hafa vísvitandi sýkt meira en 400 libysk börn af alnæmi. Þau voru fyrst dæmd til dauða en þeim dómi svo breytt í ævilangt fangelsi.Hjúkrunarfólkið hélt hinsvegar fram sakleysi sínu fyrir rétti og sagði að játningarnar hefðu verið þvingaðar út úr því með pyntingum. Óháðir vísindamenn sem könnuðu málið telja að börnin hafi verið orðin sýkt áður en fólkið hóf störf við viðkomandi sjúkrahús.Miklar samningaviðræður hafa staðið yfir við Líbýumenn undanfarin misseri og frekar óljóst hvað þeir fengu fyrir að sleppa fólkinu úr haldi. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hélt því fram í dag að ekkert lausnargjald hefði verið greitt.Hitt er ljóst að Líbýumenn fá bæði mörghundruð milljónir dollara og sömuleiðis aukna pólitíska viðurkenningu hjá Evrópusambandinu. Fullt stjórnmálasamband var krafa sem þeir lögðu fram á síðustu metrunum.Ætlunin mun hafa verið að hjúkrunarfólkið tæki út lífstíðar fangelsisdóma sína í Búlgaríu. Af því verður þó ekki. Meðal þeirra sem mættu út á flugvöll til að taka á móti því var Georgi Parvanov forseti landsins. Hann náðaði fólkið á staðnum. Það getur því væntanlega byrjað að lifa lífi sínu upp á nýtt, eftir átta ára fangavist í Líbýu. Erlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Sjá meira
Forseti Búlgaríu náðaði sex heilbrigðisstarfsmenn um leið og þeir komu til Búlgaríu frá Líbýu í dag. Þar höfðu þeir setið í fangelsi í átta ár. Líbýumenn fá bæði mikið fé og aukin stjórnmálatengsl fyrir að sleppa fólkinu.Hjúkrunarfólkið var fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og læknir ættaður frá Palestínu. Yfirvöld í Líbýu segja að þau hafi játað að hafa vísvitandi sýkt meira en 400 libysk börn af alnæmi. Þau voru fyrst dæmd til dauða en þeim dómi svo breytt í ævilangt fangelsi.Hjúkrunarfólkið hélt hinsvegar fram sakleysi sínu fyrir rétti og sagði að játningarnar hefðu verið þvingaðar út úr því með pyntingum. Óháðir vísindamenn sem könnuðu málið telja að börnin hafi verið orðin sýkt áður en fólkið hóf störf við viðkomandi sjúkrahús.Miklar samningaviðræður hafa staðið yfir við Líbýumenn undanfarin misseri og frekar óljóst hvað þeir fengu fyrir að sleppa fólkinu úr haldi. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hélt því fram í dag að ekkert lausnargjald hefði verið greitt.Hitt er ljóst að Líbýumenn fá bæði mörghundruð milljónir dollara og sömuleiðis aukna pólitíska viðurkenningu hjá Evrópusambandinu. Fullt stjórnmálasamband var krafa sem þeir lögðu fram á síðustu metrunum.Ætlunin mun hafa verið að hjúkrunarfólkið tæki út lífstíðar fangelsisdóma sína í Búlgaríu. Af því verður þó ekki. Meðal þeirra sem mættu út á flugvöll til að taka á móti því var Georgi Parvanov forseti landsins. Hann náðaði fólkið á staðnum. Það getur því væntanlega byrjað að lifa lífi sínu upp á nýtt, eftir átta ára fangavist í Líbýu.
Erlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Sjá meira