Óvíst er hvort Eiður Smári Guðjohnsen geti farið með Barcelona í æfingabúðir til Skotlands á morgun þar sem hann er meiddur á hné. Að sögn spænska blaðsins Marca var fyrsta æfing Barcelona í gær eftir sumarfrí og þurfti Eiður Smári að hætta fljótlega á henni þar sem meiðsli í vinstra hné tóku sig upp.
Eiður meiddist í hnénu á lokasprettinum í spænsku deildinni í síðasta mánuði. Meiðslin eru ekki talin alvarlega. Það skýrist svo eftir æfingu í dag hvort Eiður Smári fari með Barcelona til SKotlands á morgun eða hvort hann verði eftir í Barcelona til þess að fá bót meina sinna.