Laun hækkuðu að meðaltali um 0,6 prósent í síðasta mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar á launavísitölunni. Frá áramótum hafa laun hækkað um 2,4 prósent.
Launavísitalan í júní mældist 319 stig og hækkaði því um 0,6 prósent frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 9,8 prósent.