Fjöldi kylfinga notar ólögleg lyf 18. júlí 2007 17:28 Gary Player segir lækna ráðleggja sér að taka vaxtarhormón í hvert skipti sem hann fer til þeirra NordicPhotos/GettyImages Suður-Afríski kylfingurinn Gary Player segir að fjöldi golfleikara í dag sé að nota ólögleg lyf til að bæta árangur sinn í keppni. Player er 71 árs gamall og vann á sínum tíma níu stórmót. Hann segist vita fyrir víst að minnst tíu spilarar séu að nota vaxtarhormón. "Ég veit fyrir víst að kylfingar eru að nota ólögleg lyf. Ég myndi skjóta á að væru um 10 kylfingar að nota þau - ekki færri - en mögulega miklu fleiri," sagði Player. Hann segir tvo kylfinga hafa svarið fyrir sér að þeir væru að nota lyf eins og vaxtarhormón. "Einn þeirra sagði mér að hann væri að nota lyf og ég sór að nafngreina hann ekki. Ég sá greinilega breytingu á honum. Annar sagði mér frá nokkrum öðrum sem hann vissi fyrir víst að væru að taka ólögleg lyf," sagði sá gamli og bætti við að sér sjálfum hafi oft verið boðið að taka vaxtarhormón. "Það er eins og hver einast læknir sem ég fer til segi við mig; "Gary, þú verður að nota HGH (vaxtarhormón). Þú færð stinnari húð, betra hár og slærð boltann miklu lengra"." "Ég svaraði honum því til að ég ætti 20 barnabörn og væri búinn að gera það sem ég vildi gera í golfinu - að ég vildi ekki taka eitthvað inn sem ég vissi ekki hvað myndi gera mér," sagði Player. Hann vill að tekin verði upp lyfjapróf í golfi tafarlaust, en þegar eru uppi áform um að byrja á því á næsta ári. Golf Mest lesið Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Suður-Afríski kylfingurinn Gary Player segir að fjöldi golfleikara í dag sé að nota ólögleg lyf til að bæta árangur sinn í keppni. Player er 71 árs gamall og vann á sínum tíma níu stórmót. Hann segist vita fyrir víst að minnst tíu spilarar séu að nota vaxtarhormón. "Ég veit fyrir víst að kylfingar eru að nota ólögleg lyf. Ég myndi skjóta á að væru um 10 kylfingar að nota þau - ekki færri - en mögulega miklu fleiri," sagði Player. Hann segir tvo kylfinga hafa svarið fyrir sér að þeir væru að nota lyf eins og vaxtarhormón. "Einn þeirra sagði mér að hann væri að nota lyf og ég sór að nafngreina hann ekki. Ég sá greinilega breytingu á honum. Annar sagði mér frá nokkrum öðrum sem hann vissi fyrir víst að væru að taka ólögleg lyf," sagði sá gamli og bætti við að sér sjálfum hafi oft verið boðið að taka vaxtarhormón. "Það er eins og hver einast læknir sem ég fer til segi við mig; "Gary, þú verður að nota HGH (vaxtarhormón). Þú færð stinnari húð, betra hár og slærð boltann miklu lengra"." "Ég svaraði honum því til að ég ætti 20 barnabörn og væri búinn að gera það sem ég vildi gera í golfinu - að ég vildi ekki taka eitthvað inn sem ég vissi ekki hvað myndi gera mér," sagði Player. Hann vill að tekin verði upp lyfjapróf í golfi tafarlaust, en þegar eru uppi áform um að byrja á því á næsta ári.
Golf Mest lesið Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira