Iðnaðarráðherra leggst á sveif með afa og ömmu 18. júlí 2007 13:24 Alejandra ásamt afa sínum og ömmu vinstra megin á myndinni MYND/bb.is Afi og amma Suður-amerískrar stúlku á Ísafirði standa í ströngu í viðskiptum sínum við yfirvöld innflytjendamála. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra hefur nú lagst á sveif með hjónunum. Á heimasíðu Bæjarins besta er sagt frá afa og ömmu hinnar Suður-amerísku Alejöndru sem þurfa að sækja um dvalarleyfi fyrir hana hér á landi á sex mánaða fresti. Þau hafa búið á Ísafirði síðan þau flúðu frá El Salvador fyrir sex árum. Afinn og amman, þau Pablo Díaz Ulloa og Paula Isobel Orellana de Díaz, hafa fengið skriflegt leyfi frá foreldrum stúlkunnar til að ættleiða hana en það er ekki tekið gilt hér á landi. Þegar lögfræðingur fólksins sem vann í ættleiðingarferlinu lést í jarðskjálfta í El Salvador árið 2001 kom auk þess strik í reikninginn. Samkvæmt lögum í El Salvador eru afinn og amman einnig orðin of gömul til þess að ættleiða. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra tekur málið upp á heimasíðu sinni og ber það saman við mál tengdadóttur Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, en hún fékk ríkisborgararétt eftir einungis tveggja ára dvöl hér á landi. Össur segist ekki kunna ráð til að hjálpa afa og ömmu Alejöndru til að ættleiða hana í gegnum hið salvadorska og íslenska skrifræði en hann segist kunna ráð til að koma í veg fyrir að þau þurfi að lifa í ótta við að stúlkunni verði vísað úr landi. Hann segir Alþingi geta veitt hverjum sem er ríkisborgararétt og nefnir þar Bobby Fisher sem dæmi. "Fyrst Alþingi gat beygt reglur og hefðir fyrir tengdadóttur mikilsmetins stjórnmálamanns hlýtur það að geta gert Alejöndru litlu að íslenskum ríkisborgara strax á næsta þingi," segir Össur. Innlent Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Afi og amma Suður-amerískrar stúlku á Ísafirði standa í ströngu í viðskiptum sínum við yfirvöld innflytjendamála. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra hefur nú lagst á sveif með hjónunum. Á heimasíðu Bæjarins besta er sagt frá afa og ömmu hinnar Suður-amerísku Alejöndru sem þurfa að sækja um dvalarleyfi fyrir hana hér á landi á sex mánaða fresti. Þau hafa búið á Ísafirði síðan þau flúðu frá El Salvador fyrir sex árum. Afinn og amman, þau Pablo Díaz Ulloa og Paula Isobel Orellana de Díaz, hafa fengið skriflegt leyfi frá foreldrum stúlkunnar til að ættleiða hana en það er ekki tekið gilt hér á landi. Þegar lögfræðingur fólksins sem vann í ættleiðingarferlinu lést í jarðskjálfta í El Salvador árið 2001 kom auk þess strik í reikninginn. Samkvæmt lögum í El Salvador eru afinn og amman einnig orðin of gömul til þess að ættleiða. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra tekur málið upp á heimasíðu sinni og ber það saman við mál tengdadóttur Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, en hún fékk ríkisborgararétt eftir einungis tveggja ára dvöl hér á landi. Össur segist ekki kunna ráð til að hjálpa afa og ömmu Alejöndru til að ættleiða hana í gegnum hið salvadorska og íslenska skrifræði en hann segist kunna ráð til að koma í veg fyrir að þau þurfi að lifa í ótta við að stúlkunni verði vísað úr landi. Hann segir Alþingi geta veitt hverjum sem er ríkisborgararétt og nefnir þar Bobby Fisher sem dæmi. "Fyrst Alþingi gat beygt reglur og hefðir fyrir tengdadóttur mikilsmetins stjórnmálamanns hlýtur það að geta gert Alejöndru litlu að íslenskum ríkisborgara strax á næsta þingi," segir Össur.
Innlent Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira