Japan: Óttast geislavirkan leka úr kjarnorkuveri Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 16. júlí 2007 18:36 Japanar óttast nú að geislavirk efni hafi lekið úr stærsta kjarnorkuveri heims í jarðskjálftanum í nótt sem var 6,8 á Richter. Annar jafnsterkur jafðskjálfti reið yfir sama svæði í dag. Að minnsta kosti sjö eru látnir og 800 slasaðir eftir jarðskjálftana. Jarðskjálftinn varð klukkan 10 í morgun að staðartíma og var 6,8 á Richter. Upptök hans voru á sjávarbotni við norðvesturhluta Japan. Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, sá sterkasti var 5,8 á Richter. Það var svo rétt eftir klukkan tvo í dag að íslenskum tíma, eða um ellefu að kvöldi í Japan, að annar skjálfti upp á 6,8 reið yfir sama svæði. Í fyrri jarðskjálftanum láku geislavirk efni með vatni út í sjó og eldur braust út í stærsta kjarnorku veri heims, Kashiwazaki-Kariwa. Sjálfkrafa slökknaði á kjarnakljúfum versins. Alls láku um 1200 lítrar vatns frá verinu, en embættismenn segja að engin umhverfishætta hafi skapast. Hundruð heimila og fyrirtækja eyðilögðust í skjálftanum, vegir sprungu, skriðuföll lokuðu vegum og gríðarmiklar sprungur mynduðust. Rúmlega átta þúsund manns gistu í björgunarskýlum. Shinzo Abe forsætisráðherra Japans gerði hlé á kosningaferðalagi sínu og flaug til þeirra svæða sem verst urðu úti í skjálftanum í nótt. Hann lofaði að skjótum björgunaraðgerðum og að koma rafmagni og gasflutningum á sem fyrst. Veðurfræðingar spá rigningu næstu tvo daga og er óttast að þær geti skapað frekari skriðuföll. Auk þess er búist við eftirskjálftum á svæðinu út vikuna. Erlent Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Japanar óttast nú að geislavirk efni hafi lekið úr stærsta kjarnorkuveri heims í jarðskjálftanum í nótt sem var 6,8 á Richter. Annar jafnsterkur jafðskjálfti reið yfir sama svæði í dag. Að minnsta kosti sjö eru látnir og 800 slasaðir eftir jarðskjálftana. Jarðskjálftinn varð klukkan 10 í morgun að staðartíma og var 6,8 á Richter. Upptök hans voru á sjávarbotni við norðvesturhluta Japan. Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, sá sterkasti var 5,8 á Richter. Það var svo rétt eftir klukkan tvo í dag að íslenskum tíma, eða um ellefu að kvöldi í Japan, að annar skjálfti upp á 6,8 reið yfir sama svæði. Í fyrri jarðskjálftanum láku geislavirk efni með vatni út í sjó og eldur braust út í stærsta kjarnorku veri heims, Kashiwazaki-Kariwa. Sjálfkrafa slökknaði á kjarnakljúfum versins. Alls láku um 1200 lítrar vatns frá verinu, en embættismenn segja að engin umhverfishætta hafi skapast. Hundruð heimila og fyrirtækja eyðilögðust í skjálftanum, vegir sprungu, skriðuföll lokuðu vegum og gríðarmiklar sprungur mynduðust. Rúmlega átta þúsund manns gistu í björgunarskýlum. Shinzo Abe forsætisráðherra Japans gerði hlé á kosningaferðalagi sínu og flaug til þeirra svæða sem verst urðu úti í skjálftanum í nótt. Hann lofaði að skjótum björgunaraðgerðum og að koma rafmagni og gasflutningum á sem fyrst. Veðurfræðingar spá rigningu næstu tvo daga og er óttast að þær geti skapað frekari skriðuföll. Auk þess er búist við eftirskjálftum á svæðinu út vikuna.
Erlent Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira