Engin venjuleg mús 16. júlí 2007 11:00 Microsoft kynnir til sögunnar tölvumús sem er ýmsum kostum búin. Microsoft hefur sent frá sér nýja tölvumús, svokallaða Wireless Notebook Presenter Mouse 8000, sem býr yfir ýmsum skemmtilegum notkunarmöguleikum og beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu. Músina, sem þykir einkar handhæg við kynningar, má nota til að fletta í gegnum glærur, til dæmis í PowerPoint frá Microsoft og öðrum kynningarforritum, og það úr tæplega tíu metra fjarlægð frá tölvunni. Hún er þar að auki með innbyggðan ljósbendil og blek á tölvutæku formi, sem má hvort tveggja nota til að undirstrika ákveðin atriði á kynningum. Músina má líka nota á kynningum sem byggja á marg- miðlunartækni eða sem handhæga fjarstýringu heima við, þar sem undir henni er stjórnborð til að fletta ljós- myndum, spila kvikmyndir og tónlist og hækka og lækka hljóð í tölvunni. Þá er hún búin 2,4 GHz blátannartækni, sem gerir það að verkum að hún virkar þráðlaust úr fyrrnefndri tíu metra fjarlægð, án nokkurra truflana. Á músinni er ennfemur takki sem gerir henni kleift að komast fljótt að glærum og stækka upp ákveðin atriði á þeim. Síðast en ekki síst er á henni ljós, sem blikkar þegar hún er að verða rafmagnslaus. Með hliðsjón af ofansögðu má velta fyrir sér hvort tölvumýs séu hugsanlegir arftakar farsíma, verði þær færar um enn fleiri aðgerðir í framtíðinni. Tækni Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Microsoft kynnir til sögunnar tölvumús sem er ýmsum kostum búin. Microsoft hefur sent frá sér nýja tölvumús, svokallaða Wireless Notebook Presenter Mouse 8000, sem býr yfir ýmsum skemmtilegum notkunarmöguleikum og beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu. Músina, sem þykir einkar handhæg við kynningar, má nota til að fletta í gegnum glærur, til dæmis í PowerPoint frá Microsoft og öðrum kynningarforritum, og það úr tæplega tíu metra fjarlægð frá tölvunni. Hún er þar að auki með innbyggðan ljósbendil og blek á tölvutæku formi, sem má hvort tveggja nota til að undirstrika ákveðin atriði á kynningum. Músina má líka nota á kynningum sem byggja á marg- miðlunartækni eða sem handhæga fjarstýringu heima við, þar sem undir henni er stjórnborð til að fletta ljós- myndum, spila kvikmyndir og tónlist og hækka og lækka hljóð í tölvunni. Þá er hún búin 2,4 GHz blátannartækni, sem gerir það að verkum að hún virkar þráðlaust úr fyrrnefndri tíu metra fjarlægð, án nokkurra truflana. Á músinni er ennfemur takki sem gerir henni kleift að komast fljótt að glærum og stækka upp ákveðin atriði á þeim. Síðast en ekki síst er á henni ljós, sem blikkar þegar hún er að verða rafmagnslaus. Með hliðsjón af ofansögðu má velta fyrir sér hvort tölvumýs séu hugsanlegir arftakar farsíma, verði þær færar um enn fleiri aðgerðir í framtíðinni.
Tækni Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira