Ekki talið að Íslendingar tengist málinu Guðjón Helgason skrifar 12. júlí 2007 18:45 Rússnesk kona sem kom til Íslands í vikunni játað í yfirheyrslu að hafa komið til Íslands gagngert til að stunda vændi. Rannsókn lögreglu hefur ekki leitt í ljós að Íslendingar tengist málinu. Konan, sem kallar sig Ornellu, kom hingað á mánudaginn og dvaldist á hóteli í Reykjavík þar sem blíða hennar var seld. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið á þriðjudagskvöldið og reyndi að ná tali af konunni. Reykjavíkurheimsókn hennar var auglýst rækilega á rússneskri vefsíðu. Eftir umfjöllun Stöðvar 2 um málið var konunni vísað af hótel Nordica og hún kölluð til yfirheyrslu í gær. Samkvæmt upplýsingum frá kynferðisbrotadeild lögreglu Höfuðborgarsvæðisins játaði konan að hún hefði komi gagngert til Íslands til að stunda vændi. Vændi er ólöglegt en refsilaust á Íslandi nema þriðji aðili tengist málinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tengist konan fylgdarþjónustu í Frakklandi. Konan hefur að öllum líkindum verið gerð út af þeim sem hana reka. Ekki er búist við að mál verði sótt gegn fylgdarþjónustunni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom ekkert fram í málinu sem bendir til að Íslendingar tengist því. Athygli vekur þegar vefsíða fylgdarþjónustunnar er skoðuð að verðlistinn hjá hverri konu miðar við þjónustu í Moskvu annars vegar og öðrum borgum hins vegar. Fylgdarþjónustan sendir konur til starfa í ýmsum borgum. Þegar skoðað er hvar starfsemi fylgdarþjónustunnar er í boði á næstunni, er það eingöngu í Parísar eða Nice í Frakklandi. Því stingur Reykjavíkurtilboðið í stúf og vekur spurningar um hvort fyrirtækið hefur samverkamenn hér á landi. Mál konunnar verðu sent ákæruvaldinu hér á Íslandi en ólíklegt er talið að hún verði kærð. Konunni verður ekki vísað úr landi en samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun hún ætla sér af landi brott hið fyrsta. Fréttir Innlent Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Rússnesk kona sem kom til Íslands í vikunni játað í yfirheyrslu að hafa komið til Íslands gagngert til að stunda vændi. Rannsókn lögreglu hefur ekki leitt í ljós að Íslendingar tengist málinu. Konan, sem kallar sig Ornellu, kom hingað á mánudaginn og dvaldist á hóteli í Reykjavík þar sem blíða hennar var seld. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið á þriðjudagskvöldið og reyndi að ná tali af konunni. Reykjavíkurheimsókn hennar var auglýst rækilega á rússneskri vefsíðu. Eftir umfjöllun Stöðvar 2 um málið var konunni vísað af hótel Nordica og hún kölluð til yfirheyrslu í gær. Samkvæmt upplýsingum frá kynferðisbrotadeild lögreglu Höfuðborgarsvæðisins játaði konan að hún hefði komi gagngert til Íslands til að stunda vændi. Vændi er ólöglegt en refsilaust á Íslandi nema þriðji aðili tengist málinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tengist konan fylgdarþjónustu í Frakklandi. Konan hefur að öllum líkindum verið gerð út af þeim sem hana reka. Ekki er búist við að mál verði sótt gegn fylgdarþjónustunni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom ekkert fram í málinu sem bendir til að Íslendingar tengist því. Athygli vekur þegar vefsíða fylgdarþjónustunnar er skoðuð að verðlistinn hjá hverri konu miðar við þjónustu í Moskvu annars vegar og öðrum borgum hins vegar. Fylgdarþjónustan sendir konur til starfa í ýmsum borgum. Þegar skoðað er hvar starfsemi fylgdarþjónustunnar er í boði á næstunni, er það eingöngu í Parísar eða Nice í Frakklandi. Því stingur Reykjavíkurtilboðið í stúf og vekur spurningar um hvort fyrirtækið hefur samverkamenn hér á landi. Mál konunnar verðu sent ákæruvaldinu hér á Íslandi en ólíklegt er talið að hún verði kærð. Konunni verður ekki vísað úr landi en samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun hún ætla sér af landi brott hið fyrsta.
Fréttir Innlent Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira