Bush ætlar að bíða eftir skýrslu Petraeus Jónas Haraldsson skrifar 12. júlí 2007 13:46 George W. Bush ætlar sér að bíða eftir skýrslu frá yfirhershöfðingja Bandaríkjanna í Írak áður en hann tekur ákvörðun um hvort að breytt verði um stefnu í Íraksstríðinu. Þá sagði hann að al-Kaída væri ekki jafn burðugt og það var fyrir árásirnar í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Samkvæmt nýrri skýrslu Bandaríkjastjórnar um ástandið í Írak hefur ríkisstjórn Íraks ekki náð nema átta af 18 markmiðum sem hún átti að hafa náð. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hélt fréttamannafund um skýrsluna og efni hennar klukkan hálfþrjú að íslenskum tíma. Fundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Á fréttamannafundinum sagði Bush að hann myndi bíða eftir skýrslu David Petraeus, herforingjanum sem er yfir málum Bandaríkjanna í Írak, áður en hann tæki nokkra ákvörðun varðandi stefnuna í Írak. Skýrsla Petraeus er væntanleg í september. Hann benti jafnframt á að helmingur markmiðanna hefði náðst og að það væri eitthvað sem fólk mætti ekki gleyma. Til dæmis nefndi hann Anbar héraðið og að það hefði verði talið tapað lengi vel. Í dag er það hins vegar undir stjórn bandamanna. Þá talaði hann einnig um hersveitir súnní múslima sem eru farnar að berjast með bandamönnum gegn al-Kaída og árásum þeirra. Bush sagði einnig að það væri sama fólkið sem skipulegði árásir í Írak og Bandaríkjunum. Þá þyrfti almenningur í að gera sér grein fyrir því að það sem gerist í Írak hefur áhrif í Bandaríkjunum. Skýrslan sem Hvíta húsið kynnir í vikunni verður til umræðu í bandaríska þinginu á næstu dögum og vegna niðurstöðu hennar má búast við að demókratar eigi eftir að sækja hart að setja dagsetningu á brotthvarf bandarískra hermanna frá Írak. Samkvæmt skýrslunni er ástandið í Írak sérstaklega flókið og að líklegt sé að al-Kaída eigi eftir að fjölga árásum sínum í september mánuði. Þá var ennfremur tekið fram að írakska stjórnin hafi ekki ennþá gert umbætur í olíuframleiðslu sinni. Þá var önnur skýrsla um stöðu al-Kaída á heimsvísu gefin út í vikunni. Í henni var sagt að samtökin væru að sækja í sig veðrið og fullyrt að Bandaríkjunum stafaði jafn mikil hætta af þeim nú og fyrir árásirnar á Tvíburaturnana. Bush sagði við fréttamenn eftir fundinn í dag að svo væri ekki og að ef einhver ógn stafaði af al-Kaída myndi bandarískur almenningur fá að vita af því samstundis. Erlent Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
George W. Bush ætlar sér að bíða eftir skýrslu frá yfirhershöfðingja Bandaríkjanna í Írak áður en hann tekur ákvörðun um hvort að breytt verði um stefnu í Íraksstríðinu. Þá sagði hann að al-Kaída væri ekki jafn burðugt og það var fyrir árásirnar í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Samkvæmt nýrri skýrslu Bandaríkjastjórnar um ástandið í Írak hefur ríkisstjórn Íraks ekki náð nema átta af 18 markmiðum sem hún átti að hafa náð. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hélt fréttamannafund um skýrsluna og efni hennar klukkan hálfþrjú að íslenskum tíma. Fundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Á fréttamannafundinum sagði Bush að hann myndi bíða eftir skýrslu David Petraeus, herforingjanum sem er yfir málum Bandaríkjanna í Írak, áður en hann tæki nokkra ákvörðun varðandi stefnuna í Írak. Skýrsla Petraeus er væntanleg í september. Hann benti jafnframt á að helmingur markmiðanna hefði náðst og að það væri eitthvað sem fólk mætti ekki gleyma. Til dæmis nefndi hann Anbar héraðið og að það hefði verði talið tapað lengi vel. Í dag er það hins vegar undir stjórn bandamanna. Þá talaði hann einnig um hersveitir súnní múslima sem eru farnar að berjast með bandamönnum gegn al-Kaída og árásum þeirra. Bush sagði einnig að það væri sama fólkið sem skipulegði árásir í Írak og Bandaríkjunum. Þá þyrfti almenningur í að gera sér grein fyrir því að það sem gerist í Írak hefur áhrif í Bandaríkjunum. Skýrslan sem Hvíta húsið kynnir í vikunni verður til umræðu í bandaríska þinginu á næstu dögum og vegna niðurstöðu hennar má búast við að demókratar eigi eftir að sækja hart að setja dagsetningu á brotthvarf bandarískra hermanna frá Írak. Samkvæmt skýrslunni er ástandið í Írak sérstaklega flókið og að líklegt sé að al-Kaída eigi eftir að fjölga árásum sínum í september mánuði. Þá var ennfremur tekið fram að írakska stjórnin hafi ekki ennþá gert umbætur í olíuframleiðslu sinni. Þá var önnur skýrsla um stöðu al-Kaída á heimsvísu gefin út í vikunni. Í henni var sagt að samtökin væru að sækja í sig veðrið og fullyrt að Bandaríkjunum stafaði jafn mikil hætta af þeim nú og fyrir árásirnar á Tvíburaturnana. Bush sagði við fréttamenn eftir fundinn í dag að svo væri ekki og að ef einhver ógn stafaði af al-Kaída myndi bandarískur almenningur fá að vita af því samstundis.
Erlent Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira