Dómstólaráð Líbíu endurskoðar dauðadóm á mánudaginn Jónas Haraldsson skrifar 11. júlí 2007 07:40 Dómstólaráð Líbíu mun koma saman á mánudaginn 16. júlí og ákveða örlög sexmenninganna. Dauðadómur yfir þeim var staðfestur í morgun. Dómstólaráðið ákvað að taka málið að sér og getur mildað dóminn eða náðað fólkið. Embættismenn í Líbíu segja það þó háð samkomulagi um bætur fyrir fjölskyldur þeirra barna sem smituðust svo að þær geti borgað fyrir umönnun barna sinna. Seint í gærkvöldi tilkynnti Gaddafi-stofnunin, sem hefur gegnt hlutverki sáttasemjara í deilunni, því yfir að sátt hefði náðst um bætur handa fjölskyldum þeirra barna sem smituðust af HIV árið 1998. Talið er að meiningin með þeirri yfirlýsingu hafi verið að lægja öldurnar í alþjóðasamfélaginu og gefa til kynna að fólkið yrði náðað. Evrópusambandið hefur lýst yfir vonbrigðum sínum að hæstiréttur Líbíu staðfesti dauðadóminní morgun. Þeir sögðust þó vonast eftir því að farsæl lausn næðist í málinu von bráðar. Forseti Búlgaríu, en fimm starfsmannanna koma þaðan, sagðist vonast til þess að dómstólaráðið, sem dómsmálaráðherra Líbíu situr yfir, myndi náða fólkið. Smellið á „Spila" hnappinn til þess að sjá myndband af fólkinu í hæstarétt landsins.Hafa setið í fangelsi síðan 1999Heilbrigðisstarfsfólkið hefur setið í fangelsi síðan árið 1999 en smitin áttu sér stað árið 1998. Líbía var lengi vel í alþjóðlegri einangrun vegna kjarnorkuáætlunar sinnar. Árið 2003 gaf landið hana síðan upp á bátinn en hefur síðan þurft að glíma við afleiðingar HIV málsins.Um fimm búlgarska hjúkrunarfræðinga og einn palestínskan lækni er að ræða. Atburðurinn á að hafa átt sér stað árið 1998. 56 börn af þeim 438 sem voru smituðust hafa látið lífið. Sökuð um að hafa vitandi gefið börnunum HIV-sýkt blóðFólkið var sakfellt fyrir að hafa gefið börnunum blóð sem þau vissu að væri HIV-sýkt í þeim tilgangi að reyna að finna lækningu við AIDS. Það segist hafa verið pyntað þar til það gekkst við verknaðinum. Sumar hjúkrunarkonurnar segja að þeim hafi verið nauðgað til þess að fá þær til þess að játa. Opinberlega hafa þau ávallt haldið fram sakleysi sínu.Fyrsti dómurinn féll í málinu árið 2004 og var fólkið þá dæmt til dauða. Hæstiréttur landsins lét rétta aftur í málinu og nú rétt fyrir jól varð niðurstaðan sú sama. Þau áfrýjuðu þá og nú hefur dauðadómurinn verið staðfestur af hæstarétti landsins. Fólkið var ekki viðstatt dómsuppkvaðninguna í morgun.Óháðir sérfræðingar gerðu rannsókn á málinu og niðurstaða þeirra var að börnin hefðu smitast áður en fólkið kom til starfa í landinu. Margir segja Muammar Gaddafi, forseta landsins, vera að reyna að breiða yfir galla í heilbrigðiskerfinu með því að sækja fólkið til saka. Erlent Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Dómstólaráð Líbíu mun koma saman á mánudaginn 16. júlí og ákveða örlög sexmenninganna. Dauðadómur yfir þeim var staðfestur í morgun. Dómstólaráðið ákvað að taka málið að sér og getur mildað dóminn eða náðað fólkið. Embættismenn í Líbíu segja það þó háð samkomulagi um bætur fyrir fjölskyldur þeirra barna sem smituðust svo að þær geti borgað fyrir umönnun barna sinna. Seint í gærkvöldi tilkynnti Gaddafi-stofnunin, sem hefur gegnt hlutverki sáttasemjara í deilunni, því yfir að sátt hefði náðst um bætur handa fjölskyldum þeirra barna sem smituðust af HIV árið 1998. Talið er að meiningin með þeirri yfirlýsingu hafi verið að lægja öldurnar í alþjóðasamfélaginu og gefa til kynna að fólkið yrði náðað. Evrópusambandið hefur lýst yfir vonbrigðum sínum að hæstiréttur Líbíu staðfesti dauðadóminní morgun. Þeir sögðust þó vonast eftir því að farsæl lausn næðist í málinu von bráðar. Forseti Búlgaríu, en fimm starfsmannanna koma þaðan, sagðist vonast til þess að dómstólaráðið, sem dómsmálaráðherra Líbíu situr yfir, myndi náða fólkið. Smellið á „Spila" hnappinn til þess að sjá myndband af fólkinu í hæstarétt landsins.Hafa setið í fangelsi síðan 1999Heilbrigðisstarfsfólkið hefur setið í fangelsi síðan árið 1999 en smitin áttu sér stað árið 1998. Líbía var lengi vel í alþjóðlegri einangrun vegna kjarnorkuáætlunar sinnar. Árið 2003 gaf landið hana síðan upp á bátinn en hefur síðan þurft að glíma við afleiðingar HIV málsins.Um fimm búlgarska hjúkrunarfræðinga og einn palestínskan lækni er að ræða. Atburðurinn á að hafa átt sér stað árið 1998. 56 börn af þeim 438 sem voru smituðust hafa látið lífið. Sökuð um að hafa vitandi gefið börnunum HIV-sýkt blóðFólkið var sakfellt fyrir að hafa gefið börnunum blóð sem þau vissu að væri HIV-sýkt í þeim tilgangi að reyna að finna lækningu við AIDS. Það segist hafa verið pyntað þar til það gekkst við verknaðinum. Sumar hjúkrunarkonurnar segja að þeim hafi verið nauðgað til þess að fá þær til þess að játa. Opinberlega hafa þau ávallt haldið fram sakleysi sínu.Fyrsti dómurinn féll í málinu árið 2004 og var fólkið þá dæmt til dauða. Hæstiréttur landsins lét rétta aftur í málinu og nú rétt fyrir jól varð niðurstaðan sú sama. Þau áfrýjuðu þá og nú hefur dauðadómurinn verið staðfestur af hæstarétti landsins. Fólkið var ekki viðstatt dómsuppkvaðninguna í morgun.Óháðir sérfræðingar gerðu rannsókn á málinu og niðurstaða þeirra var að börnin hefðu smitast áður en fólkið kom til starfa í landinu. Margir segja Muammar Gaddafi, forseta landsins, vera að reyna að breiða yfir galla í heilbrigðiskerfinu með því að sækja fólkið til saka.
Erlent Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira