Verð á gistingu hækkar um 24%
Verð á gistingu hér innanlands var rösklega 24 prósentum hærra í nýliðnum júnímánuði, en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Þessi mikla hækkun er þrátt fyrir lækkun virðisaukaskatts af gistingu í mars síðastliðnum.