Launagreiðslur Brownes frystar 9. júlí 2007 10:00 John Browne, fyrrum forstjóri BP. Mynd/AFP Breski olíurisinn BP hefur fryst launagreiðslur upp á tvær milljónir punda, jafnvirði tæpra 250 milljóna íslenskra króna, til Johns Browne, oft þekktur sem Lord Browne, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, og Johns Manzoni, fyrrum yfirmanns olíuvinnslu og markaðsstjóra. Ákvörðun um það var tekin eftir að hluthafar fyrirtækisins höfðuðu mál gegn núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins. Hluthafarnir segja olíuleka hjá fyrirtækinu við Prudhoe-flóa í Alaska og sprengingu við olíuhreinsunarstöð í Texas árið 2005 hafa valdið því að gengi bréfa þeirra í fyrirtækinu hefur lækkað mikið í verði. Málshöfuðunin nær til 39 stjórnenda hjá BP. Lögmaður hluthafanna segir í samstali við fréttaveitu Bloomberg að stjórnendurnir sem hafi þegar látið af störfum hafi sloppið vel undan málinu. Talsmaður BP segir hins vegar að ákvörðunin sé hefðbundin þegar málarekstur sem þessi fer af stað. Þetta þykja ekki góðar fregnir fyrir Lord Browne, sem hætti störfum vegna hneykslismáls er varðar einkalíf hans í maí síðastliðnum. Samhliða uppsögninni gaf hann frá sér aukagreiðslur upp á 15,4 milljónir punda, tæpa tvo milljarða íslenskra króna, og kaupréttarsamning. Þá átti hann sömuleiðis að fá jafnvirði rúmra 180 milljóna króna á yfirstandandi fjárhagsári í starfslokagreiðslur. Ekki er útlit í bili að af því verði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Breski olíurisinn BP hefur fryst launagreiðslur upp á tvær milljónir punda, jafnvirði tæpra 250 milljóna íslenskra króna, til Johns Browne, oft þekktur sem Lord Browne, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, og Johns Manzoni, fyrrum yfirmanns olíuvinnslu og markaðsstjóra. Ákvörðun um það var tekin eftir að hluthafar fyrirtækisins höfðuðu mál gegn núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins. Hluthafarnir segja olíuleka hjá fyrirtækinu við Prudhoe-flóa í Alaska og sprengingu við olíuhreinsunarstöð í Texas árið 2005 hafa valdið því að gengi bréfa þeirra í fyrirtækinu hefur lækkað mikið í verði. Málshöfuðunin nær til 39 stjórnenda hjá BP. Lögmaður hluthafanna segir í samstali við fréttaveitu Bloomberg að stjórnendurnir sem hafi þegar látið af störfum hafi sloppið vel undan málinu. Talsmaður BP segir hins vegar að ákvörðunin sé hefðbundin þegar málarekstur sem þessi fer af stað. Þetta þykja ekki góðar fregnir fyrir Lord Browne, sem hætti störfum vegna hneykslismáls er varðar einkalíf hans í maí síðastliðnum. Samhliða uppsögninni gaf hann frá sér aukagreiðslur upp á 15,4 milljónir punda, tæpa tvo milljarða íslenskra króna, og kaupréttarsamning. Þá átti hann sömuleiðis að fá jafnvirði rúmra 180 milljóna króna á yfirstandandi fjárhagsári í starfslokagreiðslur. Ekki er útlit í bili að af því verði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira