Íslendingar hiti hugsanlega Ólympíuþorpið Guðjón Helgason skrifar 7. júlí 2007 19:23 Svo gæti farið að íslenskum orkufyrirtækjum yrði falið að sjá um að hita Ólympíuþorpið sem byggt verður fyrir vetrarólympíuleikanna í Sochi í Rússlandi 2014. Möguleikinn var ræddur á fundi í Moskvu fyrir helgi. Íbúar í rússnesku borginni Sochi við Svartahafið fögnuðu mikið á fimmtudaginn þegar tilkynnt var að Vestrarólympíuleikarnir 2014 yrðu haldnir þar. Valið stóð á milli Sochi, Pyeongchang í Suður-Kóreu og Salzburg í Austurríki. Valið á Sochi er sagt persónulegur sigur fyrir Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, sem mætti í eigin persónu á fund alþjóðaólypíuráðsins í Gvatemala í vikunni þar sem kosið var milli borganna. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ólympíuleikar eru haldnir á rússnesku landsvæði síðan 1980 þegar sumarólympíuleikar voru haldnir í Moskvu Sovétríkjanna. Valið á Sochi bar á góma á fundi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, með Júrí Lusjkov, borgarstjóra í Moskvu fyrir helgi. Einnig var það rætt á fundi fulltrúa íslenskra orkufyrirtækja með sérfræðingum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og annarra opinberra fulltrúa í Moskvu - en fjölmenn viðskiptasendinefnd er í fylgd með borgarstjóra í Moskvu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var sá möguleiki ræddur á fundinum að Íslendingar tækju að sér að hita upp ólympíuþorpið sem mun rísa í Sochi. Undir borginni munu vera háhitasvæði sem hægt yrði að nota. Óvíst er þó hvort sú leið verður ofan á en ljóst að mikil uppbygging verður í borginni vegna Ólympíuleikanna. Yfirvöld hafa heitið því að leggja jafnvirði rúmlega sjöhundruð og þrjátíu milljarða íslenskra króna í framkvæmdir - sextíu prósent til opinberra verkefna og fjörutíu prósent til einkafyrirtækja. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur áður verið ræddur sá möguleiki að Íslendingar heiti Ólympíuþorp, þ.e. í Peking í Kína þar sem sumarólympíuleikar verða á næsta ári. Ekki varð af því þar sem þorpið var byggt á svæði í borginni þar sem ekki var unnt að fara þá leið. Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Svo gæti farið að íslenskum orkufyrirtækjum yrði falið að sjá um að hita Ólympíuþorpið sem byggt verður fyrir vetrarólympíuleikanna í Sochi í Rússlandi 2014. Möguleikinn var ræddur á fundi í Moskvu fyrir helgi. Íbúar í rússnesku borginni Sochi við Svartahafið fögnuðu mikið á fimmtudaginn þegar tilkynnt var að Vestrarólympíuleikarnir 2014 yrðu haldnir þar. Valið stóð á milli Sochi, Pyeongchang í Suður-Kóreu og Salzburg í Austurríki. Valið á Sochi er sagt persónulegur sigur fyrir Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, sem mætti í eigin persónu á fund alþjóðaólypíuráðsins í Gvatemala í vikunni þar sem kosið var milli borganna. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ólympíuleikar eru haldnir á rússnesku landsvæði síðan 1980 þegar sumarólympíuleikar voru haldnir í Moskvu Sovétríkjanna. Valið á Sochi bar á góma á fundi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, með Júrí Lusjkov, borgarstjóra í Moskvu fyrir helgi. Einnig var það rætt á fundi fulltrúa íslenskra orkufyrirtækja með sérfræðingum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og annarra opinberra fulltrúa í Moskvu - en fjölmenn viðskiptasendinefnd er í fylgd með borgarstjóra í Moskvu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var sá möguleiki ræddur á fundinum að Íslendingar tækju að sér að hita upp ólympíuþorpið sem mun rísa í Sochi. Undir borginni munu vera háhitasvæði sem hægt yrði að nota. Óvíst er þó hvort sú leið verður ofan á en ljóst að mikil uppbygging verður í borginni vegna Ólympíuleikanna. Yfirvöld hafa heitið því að leggja jafnvirði rúmlega sjöhundruð og þrjátíu milljarða íslenskra króna í framkvæmdir - sextíu prósent til opinberra verkefna og fjörutíu prósent til einkafyrirtækja. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur áður verið ræddur sá möguleiki að Íslendingar heiti Ólympíuþorp, þ.e. í Peking í Kína þar sem sumarólympíuleikar verða á næsta ári. Ekki varð af því þar sem þorpið var byggt á svæði í borginni þar sem ekki var unnt að fara þá leið.
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira