Lögreglan í Ástralíu hefur fundið ný sönnunargögn og yfirheyrt að minnsta kosti fjóra lækna til viðbótar vegna sprengjutilræðanna í Bretlandi.
Tölvur og fleiri gögn voru gerð upptæk á fjórum sjúkrahúsum í Ástralíu, tveimur í Perth og tveimur í námubænum Kalgoorlie. Læknarnir fjórir voru ekki handteknir og hafa ekki enn verið ákærðir.
Áhlaupin voru gerð eftir að lögreglu var heimilað að halda ættingja tveggja manna sem breska lögreglan hefur í haldi.
Ástralska lögreglan sagði að læknarnir fjórir hefðu svipaðan bakgrunn og þeir sem þegar væru í vörslu hennar. Þeir unnu allir áður hjá bresku heilbrigðisþjónustunni og þekktu Dr. Mohammed Haneef, læknirinn sem er í haldi í Ástralíu.
Fjórir læknar til viðbótar yfirheyrðir í Ástralíu
