Rússneska borgin Sochi hefur verið valin til þess að halda Vetrarólympíuleikana árið 2014. Hún var valin í kosningu sem fram fór á fundi Alþjóðaólympíuráðsins í Gvatemala í gærkvöldi. Vladimir Putin, forseti Rússlands, mætti til Gvatemala og talaði fyrir hönd Sochi til þess að auka líkurnar á því að hún yrði fyrir valinu.
Hann talaði á þremur tungumálum - ensku, spænsku og frönsku og talið er að þetta sé í fyrsta sinn sem að rússneskur leiðtogi tali ensku á opinberum vettvangi.
Sochi bar sigurorð af Suður-kóresku borginni Pyeongchang og Salzburg í Austurríki.