Alan Johnston þakkar vestrænum fjölmiðlum 4. júlí 2007 13:55 Breska fréttamanninum Alan Johnston var sleppt í morgun en hann hafði verið í haldi mannræningja á Gaza í 114 daga. Hann hélt fréttamannafund í Jerúsalem í dag og sagði það stórkostlega tilfinningu að vera frjáls á ný. Johnston líkti þolraun sinni við það að vera grafinn lifandi. Honum var lengi vel haldið í einangrun í herbergi þar sem búið var að negla fyrir alla glugga. Hann sagðist oft hafa dreymt um að losna en í hvert sinn hafi hann vaknað á ný í sama herberginu. Hann sagði að hann hefði ekki verið pyntaður á meðan hann var í haldi. Á fréttamannafundi sem hann hélt í Jerúsalem í dag þakkaði hann fjölmiðlum fyrir að hafa haldið lífi í honum. Hann hafði útvarp og gat því hlustað á BBC world Service og fylgst með fréttum af máli sínu. Johnston tók sérstaklega fram að ef það hefði ekki verið fyrir framtak Hamas þá væri hann enn fangi mannræningjanna. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði í sínum fyrsta fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag, að Hamas hefði leikið gríðarlega mikilvægt hlutverk. Stuttu eftir að Hamas samtökin komust til valda kröfðust þau þess að Johnston yrði látinn laus og sögðu að þau væru tilbúin að beita valdi ef með þyrfti. Mannræningjarnir, hópur sem kallar sig Her íslam, sagði á móti að ef reynt yrði að beita valdi til þess að bjarga Johnston, yrði hann drepinn. Breska stjórnin biðlaði til Hamas að bíða með aðgerðir af ótta við afleiðingarnar. Það var svo seint í gærkvöldi að liðsmenn Hamas tóku sér stöðu á húsum í kringum bækistöðvar Hers íslam. Viðræður hófust og enduðu á því að Hamas sannfærði áhrifamikinn klerk um að gefa út trúarlega tilskipun, eða Fatwa, þess efnis að sleppa ætti Johnston án skilyrða. Hann var þá látinn laus. Fatah hreyfingin, sem var við völd á Gaza áður en Hamas bolaði þeim í burtu, fagnaði því að Johnston hefði verið frelsaður. Háttsettur aðstoðarmaður Mahmoud Abbas, forseta Palestínu og leiðtoga Fatah, sakaði þó Hamas um að hafa unnið með Her íslam og skipulagt allt saman frá upphafi til enda. Erlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Breska fréttamanninum Alan Johnston var sleppt í morgun en hann hafði verið í haldi mannræningja á Gaza í 114 daga. Hann hélt fréttamannafund í Jerúsalem í dag og sagði það stórkostlega tilfinningu að vera frjáls á ný. Johnston líkti þolraun sinni við það að vera grafinn lifandi. Honum var lengi vel haldið í einangrun í herbergi þar sem búið var að negla fyrir alla glugga. Hann sagðist oft hafa dreymt um að losna en í hvert sinn hafi hann vaknað á ný í sama herberginu. Hann sagði að hann hefði ekki verið pyntaður á meðan hann var í haldi. Á fréttamannafundi sem hann hélt í Jerúsalem í dag þakkaði hann fjölmiðlum fyrir að hafa haldið lífi í honum. Hann hafði útvarp og gat því hlustað á BBC world Service og fylgst með fréttum af máli sínu. Johnston tók sérstaklega fram að ef það hefði ekki verið fyrir framtak Hamas þá væri hann enn fangi mannræningjanna. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði í sínum fyrsta fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag, að Hamas hefði leikið gríðarlega mikilvægt hlutverk. Stuttu eftir að Hamas samtökin komust til valda kröfðust þau þess að Johnston yrði látinn laus og sögðu að þau væru tilbúin að beita valdi ef með þyrfti. Mannræningjarnir, hópur sem kallar sig Her íslam, sagði á móti að ef reynt yrði að beita valdi til þess að bjarga Johnston, yrði hann drepinn. Breska stjórnin biðlaði til Hamas að bíða með aðgerðir af ótta við afleiðingarnar. Það var svo seint í gærkvöldi að liðsmenn Hamas tóku sér stöðu á húsum í kringum bækistöðvar Hers íslam. Viðræður hófust og enduðu á því að Hamas sannfærði áhrifamikinn klerk um að gefa út trúarlega tilskipun, eða Fatwa, þess efnis að sleppa ætti Johnston án skilyrða. Hann var þá látinn laus. Fatah hreyfingin, sem var við völd á Gaza áður en Hamas bolaði þeim í burtu, fagnaði því að Johnston hefði verið frelsaður. Háttsettur aðstoðarmaður Mahmoud Abbas, forseta Palestínu og leiðtoga Fatah, sakaði þó Hamas um að hafa unnið með Her íslam og skipulagt allt saman frá upphafi til enda.
Erlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira