Garcia skrifar undir hjá Atletico

Spænski landsliðsmaðurinn Luis Garcia hefur skrifað undir þriggja ára samning við spænska félagið Atletico Madrid, en hann fer þangað í skiptum fyrir Fernando Torres. Kaupverðið er sagt vera um 4 milljónir punda. Garcia gekk í raðir Liverpool frá Barcelona árið 2004 og skoraði 30 mörk í 121 leik fyrir félagið.