Lögregla sótti í morgun franska framherjann Sylvain Wiltord þar sem hann var að hefja æfingu hjá félagi sínu Olympique Lyon í morgun. Lögreglan vildi yfirheyra leikmanninn í tengslum við umferðarlagabrot. Hann fékk að yfirgefa lögreglustöðina og fara á æfingu eftir að hafa svarað spurningum lögreglu. Honum var svo gert að mæta aftur til lögreglu eftir nokkra mánuði.
Forseti Lyon, Jean-Michel Aulas, sagði að hann liti atvikið ekki alvarlegum augum. Wiltord, sem er 33 ára, gerði garðinn frægann með Arsenal en hefur leikið með Lyon undanfarin ár.