Vísað úr landi Guðjón Helgason skrifar 1. júlí 2007 19:24 Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að vísa 10 ára kínverskri stúlku úr landi eftir 9 mánaða dvöl. Móðir hennar hefur búið í Danmörku í 6 ár og taldi víst að hún fengi dvalarleyfi. Stúlkan verður send aftur til Kína en þar á hún hvergi höfði að halla. Innflytjendalögunum dönsku var breytt árið 2004 þannig að skilyrði fyrir dvalarleyfi og ríkisborgararétti voru hert. Í fyrra bárust yfirvöldum umsóknir um leyfi eða rétt fyrir 1.262 börn aðfluttra Dana, 467 börnum úr þeim hópi var vísað frá. Kaiwen Tang er 10 ára og frá Kína. Móðir hennar, Xiaoling Rossen, flutti til Danmerku fyrir 6 árum. Fyrir 9 mánuðum kom Kaiwen til hennar og töldu þær fullvíst að hún fengi dvalarleyfi. Svo varð ekki og nú á að vísa henni úr landi. Xiaoling segir að þær mæðgur harmi ákvörðunina. Xiaoling segist ekki hafa getað tekið dóttur sína með sér til Danmerkur fyrir sex árum því þá hafi faðir hennar í Kína haft forræði. Nú sé faðir hennar mikið veikur og ekki vitað hvert Kaiwen eigi að fara þegar hún kemur aftur til Kína. Innflytjendastofnun í Danmörku segir grun leika á að Kaiwen aðlagist illa dönsku samfélagi og því er henni neitað um dvalarleyfi. Einnig er vísað til níundu greinar laganna. Henriette Kjær, ráðherra innflytjendamála, segir að þegar lögin hafi verið samþykkt hafi þeim ekki væri ætlað að stíja í sundur börnum og foreldrum. Þeim hafi hins vegar verið ætlað að koma í veg fyrir að börn aðfluttra Dana væru alin upp í öðru landi, heimalandinu, og þau síðan flutt til Danmerkur til að sækja menntun. Stine Brandt Larsen, forsvarskona innflytjendamiðstöðvar í Kaupmannahöfn, segir það ekki tilgang mæðgnanna. Þær vilji jú bara lifa saman. Morten Bødskov, talsmaður jafnaðarmanna í dómsmálum, segir að ráðherra verði beðinn um að gera grein fyrir því hvernig lögin hafi virkað og hvort dæmi sem nú séu skoðuð séu dæmigerð. Reynist það svo eigi ráðherra vanda á höndum. Henriette Kjær segir þriggja ára reynslu nú komna á lögin og þau skuli skoða aftur. Erlent Fréttir Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að vísa 10 ára kínverskri stúlku úr landi eftir 9 mánaða dvöl. Móðir hennar hefur búið í Danmörku í 6 ár og taldi víst að hún fengi dvalarleyfi. Stúlkan verður send aftur til Kína en þar á hún hvergi höfði að halla. Innflytjendalögunum dönsku var breytt árið 2004 þannig að skilyrði fyrir dvalarleyfi og ríkisborgararétti voru hert. Í fyrra bárust yfirvöldum umsóknir um leyfi eða rétt fyrir 1.262 börn aðfluttra Dana, 467 börnum úr þeim hópi var vísað frá. Kaiwen Tang er 10 ára og frá Kína. Móðir hennar, Xiaoling Rossen, flutti til Danmerku fyrir 6 árum. Fyrir 9 mánuðum kom Kaiwen til hennar og töldu þær fullvíst að hún fengi dvalarleyfi. Svo varð ekki og nú á að vísa henni úr landi. Xiaoling segir að þær mæðgur harmi ákvörðunina. Xiaoling segist ekki hafa getað tekið dóttur sína með sér til Danmerkur fyrir sex árum því þá hafi faðir hennar í Kína haft forræði. Nú sé faðir hennar mikið veikur og ekki vitað hvert Kaiwen eigi að fara þegar hún kemur aftur til Kína. Innflytjendastofnun í Danmörku segir grun leika á að Kaiwen aðlagist illa dönsku samfélagi og því er henni neitað um dvalarleyfi. Einnig er vísað til níundu greinar laganna. Henriette Kjær, ráðherra innflytjendamála, segir að þegar lögin hafi verið samþykkt hafi þeim ekki væri ætlað að stíja í sundur börnum og foreldrum. Þeim hafi hins vegar verið ætlað að koma í veg fyrir að börn aðfluttra Dana væru alin upp í öðru landi, heimalandinu, og þau síðan flutt til Danmerkur til að sækja menntun. Stine Brandt Larsen, forsvarskona innflytjendamiðstöðvar í Kaupmannahöfn, segir það ekki tilgang mæðgnanna. Þær vilji jú bara lifa saman. Morten Bødskov, talsmaður jafnaðarmanna í dómsmálum, segir að ráðherra verði beðinn um að gera grein fyrir því hvernig lögin hafi virkað og hvort dæmi sem nú séu skoðuð séu dæmigerð. Reynist það svo eigi ráðherra vanda á höndum. Henriette Kjær segir þriggja ára reynslu nú komna á lögin og þau skuli skoða aftur.
Erlent Fréttir Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira