Óttast árás Guðjón Helgason skrifar 1. júlí 2007 18:30 Breska lögeglan segir ljóst að hryðjuverkaárásin á Glasgow flugvelli í gær tengist bílsprengjunum sem fundust í miðborg Lundúna í fyrradag. Fimm hafa verið handteknir og fleiri er leitað. Hæsta viðbúnaðarstig er nú í gildi á Bretlandi - sem þýðir að yfirvöld telja að árás sé yfirvofandi. Viðbúnaðarstigið var aukið í gærkvöldi. Breska lögreglan handtók konu og mann á þrítugsaldri í nótt og mann á þrítugsaldri í Liverpool í dag. Leit gerð í tveimur húsum þar í borg og einnig í húsum í Newcastle og Glasgow. Fyrir voru tveir menn í haldi skosku lögreglunnar. Þeir voru á bílnum sem ekið var logandi inn í aðal flugstöðina í borginni í gær. Annar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi enda kviknaði í fötum hans. Hann er sagður í lífshættu og með brunasár á níutíu prósent af líkama sínum. Sprengjusérfræðingar hersins voru kallaðir að sjúkrahúsinu síðdegis og þeim falið að fjarlægja og sprengja grunsamlega bifreið sem óttast var að ætti að nota til hryðjuverka. Á blaðamannafundi síðdegis sagði talsmaður lögreglu að skýr tengsl væru milli árásarinnar í gær og tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í fyrradag. Hann óskaði eftir aðstoð almennings við rannsóknina. Gordon Brown, forsætisráðherra sagði slíkt hið sama. Hann sagði að borgarar yrðu að vera á varðbergi. Skilaboðin sem yrðu að berast frá Bretlandi og Bretum væri að þeir ætluðu ekki að brotna niður, þeim yrði ekki ógnað og allt yrði gert til að koma í veg fyrir að grafið yrði undan lífstíl þeirra. Prinsarnir Vilhjálmur og Harry fór að orðum forsætisráðherrans og aflýstu ekki minningartónleikum um móður sína, Díönu prinsessu, sem haldnir voru á Wembley leikvanginum í dag. Díana hefði orðið fjörutíu og sjö ára í dag hefði hún lifað og áratugur í næsta mánuði frá því hún lést í bílslysi í París. Meðal þeirra sem skemmtu gestum voru Duran Duran, Elton John, Tom Jones, P. Diddy, Joss Stone og ungstyrnið Lily Allen. Erlent Fréttir Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Breska lögeglan segir ljóst að hryðjuverkaárásin á Glasgow flugvelli í gær tengist bílsprengjunum sem fundust í miðborg Lundúna í fyrradag. Fimm hafa verið handteknir og fleiri er leitað. Hæsta viðbúnaðarstig er nú í gildi á Bretlandi - sem þýðir að yfirvöld telja að árás sé yfirvofandi. Viðbúnaðarstigið var aukið í gærkvöldi. Breska lögreglan handtók konu og mann á þrítugsaldri í nótt og mann á þrítugsaldri í Liverpool í dag. Leit gerð í tveimur húsum þar í borg og einnig í húsum í Newcastle og Glasgow. Fyrir voru tveir menn í haldi skosku lögreglunnar. Þeir voru á bílnum sem ekið var logandi inn í aðal flugstöðina í borginni í gær. Annar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi enda kviknaði í fötum hans. Hann er sagður í lífshættu og með brunasár á níutíu prósent af líkama sínum. Sprengjusérfræðingar hersins voru kallaðir að sjúkrahúsinu síðdegis og þeim falið að fjarlægja og sprengja grunsamlega bifreið sem óttast var að ætti að nota til hryðjuverka. Á blaðamannafundi síðdegis sagði talsmaður lögreglu að skýr tengsl væru milli árásarinnar í gær og tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í fyrradag. Hann óskaði eftir aðstoð almennings við rannsóknina. Gordon Brown, forsætisráðherra sagði slíkt hið sama. Hann sagði að borgarar yrðu að vera á varðbergi. Skilaboðin sem yrðu að berast frá Bretlandi og Bretum væri að þeir ætluðu ekki að brotna niður, þeim yrði ekki ógnað og allt yrði gert til að koma í veg fyrir að grafið yrði undan lífstíl þeirra. Prinsarnir Vilhjálmur og Harry fór að orðum forsætisráðherrans og aflýstu ekki minningartónleikum um móður sína, Díönu prinsessu, sem haldnir voru á Wembley leikvanginum í dag. Díana hefði orðið fjörutíu og sjö ára í dag hefði hún lifað og áratugur í næsta mánuði frá því hún lést í bílslysi í París. Meðal þeirra sem skemmtu gestum voru Duran Duran, Elton John, Tom Jones, P. Diddy, Joss Stone og ungstyrnið Lily Allen.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira