Bandarískur kylfingur, Bruce Burger að nafni, var hætt kominn á Lake Venice-vellinum í Flórida á mánudaginn þegar krókódíll réðist á hann við 6. braut vallarins. Krókódíllinn var rúmlega þriggja metra langur og beit í handlegginn á Burger og reyndi að draga hann út í vatnið.
Annar kylfingur varð vitni að árásinni og kom Burger til hjálpar, en hann meiddist ekki alvarlega í árásinni. Það tók svo starfsmenn Fish & Wildlife stofnunarinnar rúma klukkustund að fanga dýrið í vatninu, en krókódíllinn reyndist vera eineygður. Við vatnið þar sem Burger týndi kúlu sinni er skilti sem á stendur "Varúð - Krókódíll."