Öryrki eftir gálausan akstur 27. júní 2007 19:06 Í einum vetfangi missti fjölskyldumaður í fullri vinnu heilsuna og það líf sem hann áður þekkti - allt vegna bílstjóra sem var að flýta sér milli akreina. Baldvin Jónsson, fyrrverandi formaður Sniglanna, er öryrki í dag og svo fullur af skrúfum að hann þarf röntgenmyndir með til útlanda - svo hann komist í gegnum vopnaleitarhlið flugvallanna. Baldvin Jónsson - kallaður Baddi - atvinnubílstjóri á steypudælu, var nýorðinn faðir í annað sinn þegar hann ók mótorhjólinu sínu austur Miklubraut þann 4. maí 2004. Kominn yfir ljósin til móts við bensínstöðina veit hann ekki fyrr til en að bíll af þarnæstu akrein keyrir beint í hliðina á honum. Þetta dýrkeypta augnablik er honum minnisstætt. Á spítalanum kemur í ljós hversu illa hann er farinn.Mjaðmagrindin fór illa, krossbönd slitnuðu í báðum hnjám, hægri ökkli brotnaði, ristin líka, þindin hefur aldrei verið söm og er þá ekki allt upp talið. Sjálfsagt yrðu margir magnvana af reiði eftir svona slys - en menn hafa misjafna lund og Baldvin hana létta eins og sjá má á þessu viðtali sem tekið var skömmu eftir slysið.Hann hjólar í dag - og gengur - en er ekki léttur í spori enda nánast lamaður í öðrum ökklanum.Baldvin er ósáttur við það hvernig dómskerfið tekur á málum sem þessum. Ökumaðurinn sem keyrði á hann, segir Baldvin, sýndi vítavert gáleysi. Í héraðsdómi missti ökumaðurinn bílprófið í tvö ár og var dæmdur í skilorðsbundið 45 daga fangelsi og 150 þúsund króna sekt.Hæstiréttur lækkaði sektina niður í 80 þúsund og skilorðsbundið fangelsið niður í 30 daga. Bílstjórinn hélt ökuréttinum. Þessi refsing finnst Baldvin smotterí í samanburði við það sem hann hefur mátt þola. Fréttir Innlent Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Í einum vetfangi missti fjölskyldumaður í fullri vinnu heilsuna og það líf sem hann áður þekkti - allt vegna bílstjóra sem var að flýta sér milli akreina. Baldvin Jónsson, fyrrverandi formaður Sniglanna, er öryrki í dag og svo fullur af skrúfum að hann þarf röntgenmyndir með til útlanda - svo hann komist í gegnum vopnaleitarhlið flugvallanna. Baldvin Jónsson - kallaður Baddi - atvinnubílstjóri á steypudælu, var nýorðinn faðir í annað sinn þegar hann ók mótorhjólinu sínu austur Miklubraut þann 4. maí 2004. Kominn yfir ljósin til móts við bensínstöðina veit hann ekki fyrr til en að bíll af þarnæstu akrein keyrir beint í hliðina á honum. Þetta dýrkeypta augnablik er honum minnisstætt. Á spítalanum kemur í ljós hversu illa hann er farinn.Mjaðmagrindin fór illa, krossbönd slitnuðu í báðum hnjám, hægri ökkli brotnaði, ristin líka, þindin hefur aldrei verið söm og er þá ekki allt upp talið. Sjálfsagt yrðu margir magnvana af reiði eftir svona slys - en menn hafa misjafna lund og Baldvin hana létta eins og sjá má á þessu viðtali sem tekið var skömmu eftir slysið.Hann hjólar í dag - og gengur - en er ekki léttur í spori enda nánast lamaður í öðrum ökklanum.Baldvin er ósáttur við það hvernig dómskerfið tekur á málum sem þessum. Ökumaðurinn sem keyrði á hann, segir Baldvin, sýndi vítavert gáleysi. Í héraðsdómi missti ökumaðurinn bílprófið í tvö ár og var dæmdur í skilorðsbundið 45 daga fangelsi og 150 þúsund króna sekt.Hæstiréttur lækkaði sektina niður í 80 þúsund og skilorðsbundið fangelsið niður í 30 daga. Bílstjórinn hélt ökuréttinum. Þessi refsing finnst Baldvin smotterí í samanburði við það sem hann hefur mátt þola.
Fréttir Innlent Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira