Siðanefnd Prestafélags Íslands telur að séra Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur hafi ekki brotið siðareglur félagsins vegna ýmissa ummæla í garð þjóðkirkjunnar.
Nokkrir prestar þjóðkirkjunnar kærðu séra Hjört Magna fyrir að segja í gagnrýni sinni á þjóðkirkjuna, að sú trúarstofnun sem teldi sig hafa höndlað sannleikann, yrði um leið stór hættuleg, ef ekki djöfulleg.
Nefndin telur að þessi gagnrýni hafi ekki beinst að einstaklingum.