Sonur knattspyrnugoðsagnarinnar Zinedine Zidane heitir Enzo Alan Martinez og notar ekki föðurnafnið til að vekja ekki á sér óþarfa athygli. Hann er 12 ára og leikur með unglingaliði Real Madrid. Drengurinn þykir kippa hressilega í kynið eins og sést í myndbrotinu sem fylgir fréttinni.
Zidane nefndi son sinn Enzo í höfuðið á Enzo Francescoli sem var landsliðsmaður Úrúgvæ á árum áður. Smelltu hér til að sjá myndband af Enzo á æfingum og í leikjum með ungmennaliði Real Madrid.