Sex Litháum, sem voru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á tveimur líkamsárásarmálum í heimahúsi í Bakkahverfi í Reykjavík í fyrrinótt, var sleppt í gærkvöldi að yfirheyrslum loknum. Málið virðist upplýst því öðrum kosti hefði lögregla væntanlega krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar.
Annað fórnarlambið höfuðkúpubrotnaði og liggur í öndunarvél á gjörgæsludeild Landsspítalans, en hinn maðurinn, sem hlaut hnífstungu í bakið, var útskrifaður eftir að gert hafði verið að sárum hans.