Aðgerðir fiskveiðistjórnunarstofnana á Norður-Atlantshafi hafa skilað þeim árangri að engin svonefnd sjóræningjaskip hafa verið við karfaveiðar á Reykjaneshrygg, eins og undanfarin ár.
Þetta kom meðal annars fram á fundi sjávarútvegsráðherra við Norður-Atlantshaf, sem haldinn var á Grænlandi um helgina. Talið er að sjóræningjaskip hafi veitt allt að 20 þúsund tonn í heimildarleysi í fyrra.