Bikarmeistarar krýndir á Spáni í kvöld 23. júní 2007 18:56 Sevilla er talið sigurstranglegra í úrslitaleiknum í kvöld NordicPhotos/GettyImages Úrslitaleikurinn í spænska konungsbikarnum fer fram á Santiago Bernabeu í Madrid klukkan 20 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn. Hér er á ferðinni slagur Sevilla og smáliðs Getafe. Mikil bjartsýni ríkir í herbúðum Sevilla fyrir leikinn en þar getur liðið tryggt sér annan bikar sinn á leiktíðinni með sigri. Sevilla er fyrirfram talið sigurstranglegra í úrslitaleiknum, en þó er Getafe sýnd veiði en ekki gefin eins og komið hefur á daginn í keppninni. Getafe sló þannig út bæði Valencia og Osasuna - og setti á svið einn dramatískasta leik í sögu keppninnar með 4-0 sigri á Barcelona í síðari leik liðanna á heimavelli eftir að hafa tapað fyrri leiknum 5-2 í Katalóníu. Sevilla hefur þrisvar unnið sigur í Konungsbikarnum en sá síðasti kom fyrir 60 árum síðan. Sevilla hafnaði í þriðja sæti í deildarkeppninni í ár sem er besti árangur liðsins í deildinni síðan árið 1970. Smálið Getafe hefur hinsvegar aldrei unnið titil í sögu félagsins og er að leika til úrslita um bikar í fyrsta sinn í kvöld. Liðið endaði í níunda sæti í spænsku deildinni annað árið í röð en átti frábæran árangur á heimavelli þar sem það tapaði ekki leik gegn sex efstu liðunum í deildinni í allan vetur. "Ég hef áhyggjur af andrúmsloftinu í kring um félagið í augnablikinu og menn verða að vera með rétta hugarfarið þegar þeir spila úrslitaleik. Það er eins og allir séu að undirbúa sig fyrir fagnaðarlæti í Madrid um helgina og enginn virðist hafa svo mikið sem hugsað til þess að við getum tapað þessum leik. Getafe er mjög hungrað í að vinna sinn fyrsta titil í sögu félagsins og verður því erfið hindrun. Liðið er með frábæran árangur gegn stórliðum í vetur og nýtir sér alltaf styrk sinn gegn hvaða andstæðingi sem er," sagði Juande Ramos, þjálfari Sevilla. Bernd Schuster, þjálfari Getafe, hefur verið orðaður sterklega við Real Madrid á næstu leiktíð og því gæti þetta orðið síðasti leikur hans með liðið. Miðvörðurinn David Belenguer er klár í slaginn og hefur sent Sevilla skilaboð fyrir úrslitaleikinn. "Allir sem vita eitthvað um fótbolta vita að Getafe mun ekki leggjast í jörðina og gráta," sagði hann. Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Úrslitaleikurinn í spænska konungsbikarnum fer fram á Santiago Bernabeu í Madrid klukkan 20 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn. Hér er á ferðinni slagur Sevilla og smáliðs Getafe. Mikil bjartsýni ríkir í herbúðum Sevilla fyrir leikinn en þar getur liðið tryggt sér annan bikar sinn á leiktíðinni með sigri. Sevilla er fyrirfram talið sigurstranglegra í úrslitaleiknum, en þó er Getafe sýnd veiði en ekki gefin eins og komið hefur á daginn í keppninni. Getafe sló þannig út bæði Valencia og Osasuna - og setti á svið einn dramatískasta leik í sögu keppninnar með 4-0 sigri á Barcelona í síðari leik liðanna á heimavelli eftir að hafa tapað fyrri leiknum 5-2 í Katalóníu. Sevilla hefur þrisvar unnið sigur í Konungsbikarnum en sá síðasti kom fyrir 60 árum síðan. Sevilla hafnaði í þriðja sæti í deildarkeppninni í ár sem er besti árangur liðsins í deildinni síðan árið 1970. Smálið Getafe hefur hinsvegar aldrei unnið titil í sögu félagsins og er að leika til úrslita um bikar í fyrsta sinn í kvöld. Liðið endaði í níunda sæti í spænsku deildinni annað árið í röð en átti frábæran árangur á heimavelli þar sem það tapaði ekki leik gegn sex efstu liðunum í deildinni í allan vetur. "Ég hef áhyggjur af andrúmsloftinu í kring um félagið í augnablikinu og menn verða að vera með rétta hugarfarið þegar þeir spila úrslitaleik. Það er eins og allir séu að undirbúa sig fyrir fagnaðarlæti í Madrid um helgina og enginn virðist hafa svo mikið sem hugsað til þess að við getum tapað þessum leik. Getafe er mjög hungrað í að vinna sinn fyrsta titil í sögu félagsins og verður því erfið hindrun. Liðið er með frábæran árangur gegn stórliðum í vetur og nýtir sér alltaf styrk sinn gegn hvaða andstæðingi sem er," sagði Juande Ramos, þjálfari Sevilla. Bernd Schuster, þjálfari Getafe, hefur verið orðaður sterklega við Real Madrid á næstu leiktíð og því gæti þetta orðið síðasti leikur hans með liðið. Miðvörðurinn David Belenguer er klár í slaginn og hefur sent Sevilla skilaboð fyrir úrslitaleikinn. "Allir sem vita eitthvað um fótbolta vita að Getafe mun ekki leggjast í jörðina og gráta," sagði hann.
Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira