Handbolti

Leikurinn við Íslendinga er algjör lykilleikur

Ljubomir Vranjes í leik með Svíum fyrir nokkrum árum
Ljubomir Vranjes í leik með Svíum fyrir nokkrum árum NordicPhotos/GettyImages

Sænski landsliðsmaðurinn Ljubomir Vranjes hjá Flensburg í Þýskalandi segir að opnunarleikur Svía við Íslendinga á EM í Noregi í janúar verði algjör lykilleikur í keppninni. Hann segir leikinn ráða öllu um framhald liðsins í keppninni og segir Svía eiga helmingslíkur á að vinna Íslendinga.

Svíar leika í riðli með Íslendingum, Slóvökum og Evrópumeisturum Frakka í D-riðli Evrópumótsins sem fram fer í Noregi dagana 17.-27. janúar. Leikið verður í Bergen, Drammen, Þrándheimi, Stavangri, Lillehammer og Osló. Vranjes og félagar í sænska liðinu horfa svipað á riðilinn og við Íslendingar. Þrjú lið af fjórum í riðlinum komast í milliriðla.

"Frakkarnir eru ríkjandi Evrópumeistarar og þeir eru að mínu mati með bestu vörn heimsins og bestu markverðina. Það er því eðlilegt að þeim sé spáð sigri í riðlinum. Leikurinn við Íslendinga er opnunarleikurinn í keppninni og hann er að mínu mati sá langmikilvægasti. Ég myndi telja að við ættum helmingslíkur á að vinna hann," sagði Vranjes en er sammála félögum sínum í landsliðinu þegar litið er til liðs Slóvaka. "Það er skildusigur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×