Ríkissaksóknari hefur sent frá sér upplýsinar um upptöku ökutækja vegna umferðalagabrota. Það er gert í tilefni af mjög alvarlegum umferðarlagabrotum, ofsaakstri, og vangaveltum um hvenær heimilt sé að gera ökutæki brotlegs ökumanns upptæk.
Í upplýsingaefninu er gerð grein fyrir nýlegum ákvæðum umferðarlaga um upptöku ökutækis ökumanns sem brotið hefur alvarlega og/eða ítrekað gegn umferðarlögum. Í upplýsingunum er einnig að finna leiðbeiningar sem ríkissaksóknari sendi öllum lögreglustjórum í tilefni af nýmælunum.
Samantekt upplýsinganna má sjá hér að neðan og einnig á saksoknari.is