Hunter með fjórðung í Dobbies 21. júní 2007 11:20 Sir Tom Hunter, sem fer með fjórðung hlutabréfa í skosku garðvörukeðjunni Dobbies. Skoski auðjöfurinn sir Tom Hunter hefur blásið til sóknar gegn yfirtökutilboði bresku verslanakeðjunnar Tesco í skosku garðvörukeðjuna Dobbies. Hunter er mótfallinn yfirtökutilboðinu og hefur aukið hratt við hlut sinn í keðjunni. Í gær tryggði hann sér fjórðung hlutabréfa í henni. Hunter átti um 10 prósenta hlut í Dobbies þegar Tesco lagði fram yfirtökutilboð upp á tæpa 156 milljónir punda, jafnvirði 19,7 milljarða íslenskra króna, í Dobbies um miðjan mánuðinn. Hann tók hlutinn upp í rúm 20 prósent í síðustu viku en nældi sér í 25,57 prósent hlutabréfa í henni í gær. Kaupþing í Bretlandi er bakhjarl Hunter í fjárfestingunum í Bretlandi en fjölmilar þar í landi hafa síðustu vikuna ýjað að því að Baugur og fleiri fjárfestar sem hafi keypt með honum tvær aðrar garðvörukeðjur auk annarra viðskipta muni koma að yfirtökutilboði í Dobbies fari hann gegn Tesco. Hunter hefur hins vegar ekki lagt fram formlegt tilboði í garðvörukeðjuna enn sem komið er. Tilboð Tesco hljóðar upp á 15 pund á hlut, sem var 23 prósentum yfir markaðsgengi bréfa í garðvörukeðjunni þegar tilboðið var lagt fram um miðjan mánuðinn. Hunter, sem höndlar í gegnum fjárfestingafélag sitt West Coast Capital, greiddi hins vegar 18,45 pund fyrir hlutinn í gær. Breska blaðið Guardian segir í dag að þegar hluthafar sjái hvað Hunter er tilbúinn til að greiða fyrir bréf í garðvörukeðjunni sé ólíklegt að þeir taki tilboði Tesco. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Skoski auðjöfurinn sir Tom Hunter hefur blásið til sóknar gegn yfirtökutilboði bresku verslanakeðjunnar Tesco í skosku garðvörukeðjuna Dobbies. Hunter er mótfallinn yfirtökutilboðinu og hefur aukið hratt við hlut sinn í keðjunni. Í gær tryggði hann sér fjórðung hlutabréfa í henni. Hunter átti um 10 prósenta hlut í Dobbies þegar Tesco lagði fram yfirtökutilboð upp á tæpa 156 milljónir punda, jafnvirði 19,7 milljarða íslenskra króna, í Dobbies um miðjan mánuðinn. Hann tók hlutinn upp í rúm 20 prósent í síðustu viku en nældi sér í 25,57 prósent hlutabréfa í henni í gær. Kaupþing í Bretlandi er bakhjarl Hunter í fjárfestingunum í Bretlandi en fjölmilar þar í landi hafa síðustu vikuna ýjað að því að Baugur og fleiri fjárfestar sem hafi keypt með honum tvær aðrar garðvörukeðjur auk annarra viðskipta muni koma að yfirtökutilboði í Dobbies fari hann gegn Tesco. Hunter hefur hins vegar ekki lagt fram formlegt tilboði í garðvörukeðjuna enn sem komið er. Tilboð Tesco hljóðar upp á 15 pund á hlut, sem var 23 prósentum yfir markaðsgengi bréfa í garðvörukeðjunni þegar tilboðið var lagt fram um miðjan mánuðinn. Hunter, sem höndlar í gegnum fjárfestingafélag sitt West Coast Capital, greiddi hins vegar 18,45 pund fyrir hlutinn í gær. Breska blaðið Guardian segir í dag að þegar hluthafar sjái hvað Hunter er tilbúinn til að greiða fyrir bréf í garðvörukeðjunni sé ólíklegt að þeir taki tilboði Tesco.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira