Landhelgisbrjótur á Ísafjarðardjúpi Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 20. júní 2007 12:02 Landhelgisgæslan stóð skipstjóra á tíu tonna línubát að ólöglegum veiðum við mynni Ísafjarðardjúps á lokuðu hafsvæði um hádegið í gær. Afar sjaldgæft er að menn brjóti lokanir Hafrannsóknarstofnunar með þessum hætti. Það var um hádegið í gær sem flugvél Landhelgisgæslunnar SYN flaug yfir Ísafjarðardjúp og kom auga á línubát að veiðum í lokuðu hólfi. Skyndilokun hafði verið auglýst í hólfinu 15. júní en það er gert til að koma í veg fyrir skaðlegar veiðar. Bannið var við línuveiðum út af Deild í mynni Ísafjarðardjúps. Lögregla Vestfjarðar tók á móti bátnum þegar hann kom til hafnar í Súðavík á fjórða tímanum í gær. Lögreglan lagði þá hald á veiðarfæri og afla, sem var keyrður inn á Ísafjörð. Skiptstjórinn var síðan yfirheyrður á Ísafirði. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum er búið að taka skýrslu af skipstjóranum og fer málið fljótlega til lögreglustjóra sem tekur ákvörðun um framhaldið. Dagmar Sigurðardóttir lögmaður Landhelgisgæslunnar, segir sjaldgæft að menn séu teknir að veiðum í hólfum sem Hafrannsóknarstofnun hefur lokað. Þung viðurlög eru við slíkum brotum - ef þau reynast ítrekuð og stórfelld og framin af ásetningi. Ekki er vitað hvort það eigi við í þessu tilviki. Lögin heimila upptöku afla og veiðarfæra við ítrekuðum brotum og sektum allt að átta milljónum króna. Fréttir Innlent Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Landhelgisgæslan stóð skipstjóra á tíu tonna línubát að ólöglegum veiðum við mynni Ísafjarðardjúps á lokuðu hafsvæði um hádegið í gær. Afar sjaldgæft er að menn brjóti lokanir Hafrannsóknarstofnunar með þessum hætti. Það var um hádegið í gær sem flugvél Landhelgisgæslunnar SYN flaug yfir Ísafjarðardjúp og kom auga á línubát að veiðum í lokuðu hólfi. Skyndilokun hafði verið auglýst í hólfinu 15. júní en það er gert til að koma í veg fyrir skaðlegar veiðar. Bannið var við línuveiðum út af Deild í mynni Ísafjarðardjúps. Lögregla Vestfjarðar tók á móti bátnum þegar hann kom til hafnar í Súðavík á fjórða tímanum í gær. Lögreglan lagði þá hald á veiðarfæri og afla, sem var keyrður inn á Ísafjörð. Skiptstjórinn var síðan yfirheyrður á Ísafirði. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum er búið að taka skýrslu af skipstjóranum og fer málið fljótlega til lögreglustjóra sem tekur ákvörðun um framhaldið. Dagmar Sigurðardóttir lögmaður Landhelgisgæslunnar, segir sjaldgæft að menn séu teknir að veiðum í hólfum sem Hafrannsóknarstofnun hefur lokað. Þung viðurlög eru við slíkum brotum - ef þau reynast ítrekuð og stórfelld og framin af ásetningi. Ekki er vitað hvort það eigi við í þessu tilviki. Lögin heimila upptöku afla og veiðarfæra við ítrekuðum brotum og sektum allt að átta milljónum króna.
Fréttir Innlent Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira