Flores verður áfram hjá Valencia

Forráðamenn Valencia tilkynntu í dag að þjálfarinn Quique Sanchez Flores verði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð. Fyrrum leikmaðurinn Amedeo Carboni mun hinsvegar hætta störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu eftir sífellda árekstra við Flores á síðustu leiktíð. Valencia endaði í fjórða sæti spænsku deildarinnar og tryggði sér sæti í umspili um sæti í Meistaradeildinni.