Handbolti

Ísland í öðrum styrkleikaflokk á EM

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Ísland verður í öðrum styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðla fyrir EM í Noregi á næsta ári. Í fyrsta styrkleikaflokk verða Frakkar, Spánverjar, Danir og Króatar.

1. Styrkleikaflokkur: Frakkland, Spánn, Danmörk og Króatía

2. Styrkleikaflokkur: Þýskaland, Rússland, Ísland og Slóvenía

3. Styrkleikaflokkur: Pólland, Noregur, Slóvakía og Ungverjaland

4. Styrkleikaflokkur: Hvíta-Rússland, Svartfjallaland, Svíþjóð og Tékkland

Dregið verður í fjóra riðla sem innihalda fjögur lið. Ekkert lið getur mætt liði úr sama styrkleikaflokk í riðlakeppninni. Fyrst verður dregið í alla riðla úr 1,2 og 4 styrkleikaflokk, en þá mega gestgjafarnir velja sér riðil áður en 3. styrkleikaflokkur verður kláraður.

  • Svartfjallaland tekur þátt í fyrsta sinn í sögu keppnarinnar
  • Svíþjóð er aftur með eftir að hafa mistekist að komast í keppnina fyrir tveimur árum
  • Riðlanir verða spilaðir í Bergen, Drammen, Stavangri og Þránheimi
  • Milliriðlar verða spilaðir í Stavangri og Þrándheimi
  • Úrslitaleikirnir verða spilaðir í Lilleheimer



Fleiri fréttir

Sjá meira


×