Handbolti

Ísland sigraði Serba

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Mynd/Pjetur Sigurðsson

Íslendingar tryggðu sér þáttökurétt á Evrópumótinu í Noregi í kvöld. Ísland sigraði Serbíu 42 - 40 í spennandi leik þar sem liðsheildin skóp sigur. Ísland þurfti að sigra með tveimur mörkum eftir að hafa tapað 30 - 29 í Serbíu um síðustu helgi.

Þetta er tíunda stórmótið í röð þar sem að Ísland mun taka þátt. Íslenska liðið átti í erfiðleikum með vörnina í seinni hálfleik, þá sérstaklega eftir að varnarjaxlinum Sverre Jocobson var vikið af velli fyrir þrjár brottvísanir. Stemningin í Laugardalshöllinni var frábær þar sem uppselt var á leikinn.

Mörk Íslands:

Alexander Petterson 9, Ólafur Stefánsson 7, Logi Geirsson 7, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Snorri Steinn Guðjónsson 5, Sigfús Sigurðsson 5, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Hannes Jón Jónsson 1.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×