Velta jókst aukast á fasteignamarkaði 15. júní 2007 17:10 Nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu. Velta og umsvif á fasteignamarkaði jukust nokkuð á höfuðborgarsvæðinu á milli vikna en í vikunni voru 252 kaupsamningar þinglýstir samanborið við 190 samninga í vikunni á undan. Þá nam heildarveltan 6.897 milljónum króna en hún nam 5.165 milljónum í vikunni á undan, samkvæmt útbirtum tölum Fasteignamats ríkisins. Í vikunni voru 196 samningar gerðir um eignir í fjölbýli, 41 samningur um sérbýli og 15 samningar um annars konar eignir. Meðalupphæð á samning nam 27,4 milljónum króna, sem er 200 þúsund króna hækkun á milli vikna. Á sama tíma var 17 kaupsamningum þinglýst á Akureyri, sem er einum samningi meira en í vikunni á undan. Þar af voru 13 samningar um eignir í fjölbýli og 4 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 274 milljónir króna, sem er nokkur lækkun á milli vikna en fyrir hálfum mánuði nam hún 282 milljónum króna. Meðalupphæð á samning nam 16,1 milljón króna samanborið við 17,6 milljónir í vikunni á undan. Þá var 18 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu í vikunni. Það er fimm samningum meira en í vikunni á undan. Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli, 11 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 365 milljónir króna, sem er talsverð aukning á milli vikna en í vikunni á undan nam hún 235 milljónum. Meðalupphæð á samning nam 20,3 milljónum króna samanborið við 18,1 milljón í vikunni á undan. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Velta og umsvif á fasteignamarkaði jukust nokkuð á höfuðborgarsvæðinu á milli vikna en í vikunni voru 252 kaupsamningar þinglýstir samanborið við 190 samninga í vikunni á undan. Þá nam heildarveltan 6.897 milljónum króna en hún nam 5.165 milljónum í vikunni á undan, samkvæmt útbirtum tölum Fasteignamats ríkisins. Í vikunni voru 196 samningar gerðir um eignir í fjölbýli, 41 samningur um sérbýli og 15 samningar um annars konar eignir. Meðalupphæð á samning nam 27,4 milljónum króna, sem er 200 þúsund króna hækkun á milli vikna. Á sama tíma var 17 kaupsamningum þinglýst á Akureyri, sem er einum samningi meira en í vikunni á undan. Þar af voru 13 samningar um eignir í fjölbýli og 4 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 274 milljónir króna, sem er nokkur lækkun á milli vikna en fyrir hálfum mánuði nam hún 282 milljónum króna. Meðalupphæð á samning nam 16,1 milljón króna samanborið við 17,6 milljónir í vikunni á undan. Þá var 18 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu í vikunni. Það er fimm samningum meira en í vikunni á undan. Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli, 11 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 365 milljónir króna, sem er talsverð aukning á milli vikna en í vikunni á undan nam hún 235 milljónum. Meðalupphæð á samning nam 20,3 milljónum króna samanborið við 18,1 milljón í vikunni á undan.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira