Borgaryfirvöld í Berlín ætla að selja 81 prósents hlut sinn í þýska bankanum Landesbank Berlin til þýska bankans DSGV. Verðmæti hlutarins nemur um 5,35 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 453 milljörðum íslenskra króna.
Landesbank rambaði á barmi gjaldþrots árið 2001 og fengu borgaryfirvöld leyfi hjá Evrópusambandinu til að koma bankanum til bjargar gegn því skilyrði að þau seldu hluti sína eigi síðar en árið 2008.
DSGV á nú þegar 11 prósenta hlut í Landesbank og munu viðskiptin færa hlutinn upp í 92 prósent. Mun bankinn í kjölfar viðskiptanna gera yfirtökutilboð í allt útistandandi hlutafé bankans, að sögn breska ríkisútvarpsins.
Berlínarborg selur í banka
