Hamas-liðar með Gaza-svæðið á sínu valdi Guðjón Helgason skrifar 15. júní 2007 12:15 Liðsmenn Hamas á Gaza fagna sigri. MYND/AP Hamas-liðar hafa lagt allt Gaza-svæðið undir sig eftir blóðuga, vikulanga baráttu við liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas, forseta Palestínumanna. Forsetahöllin í Gaza-borg var hertekin í nótt. Ró hefur að mestu færst yfir svæðið í morgun þó loftið sé enn lævi blandið. Talið er að um 100 Palestínumenn hafi fallið í átökum síðustu viku á Gaza-svæðinu. Hart var barist í gær og þegar kvöldaði fór líkt og margir spáðu og aðrir hvöttu til. Abbas, forseti, leysti upp þriggja mánaða gamla þjóðstjórn Fatah og Hamas og lýsti yfir neyðarástandi á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum. Búist er við að hann skipi bráðabirgðastjórn í dag og boði síðan til kosninga þegar hægist um. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra og forvígismaður Hamas, er þó ekki á því að víkja og segir stjórn sína starfa áfram. Lög verði sett til að binda enda á átökin. Óvíst er því hvernig málin þróast. Forsetinn hefur enn töglin og haldirnar á Vesturbakkanum en töluvert hefur fjarað undan valdi hans á Gaza. Það virðist því sem spár stjórnmálaskýrenda meðal Palestínumanna séu að rætast - að Vesturbakkinn verði landsvæði Fatah og Gaza undir stjórn Hamas - skýr klofningur hjá Palestínumönnum. Haniyeh segir þetta ómögulegt, Gaza sé órjúfanlegur hluti föðurlandsins. Hamas-liðar lýstu því yfir í morgun að þeir hefðu lagt undir sig forsetahöllina á Gaza í nótt en í gær náður þeir á sitt vald nokkrum helstu landsvæðum Fatah á Gaza. Fjölmargir liðsmenn Fatah, sumir háttsettir, voru teknir höndum í gær og óvíst um afdrif þeirra. Hamas liðar hafa þó lofað að frelsa fjölmarga háttsetta Fatah menn og það verði liður í almennri sakaruppgjöf. Almennum borgurum á Gaza-svæðinu virtist nóg boðið í morgun og gengu fjölmargir úr báðum fylkingum að ræðismannsskrifstofu Egypta í Gaza-borg í morgun þar sem þeir hvöttu fylkingarnar tila ð leggja niður vopn og friðmælast. Hamas-liðar skutu á mótmælendurna þar sem þeir gengu að fundarstaðnum og særðust fimmtán úr þeirra hópi. Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Hamas-liðar hafa lagt allt Gaza-svæðið undir sig eftir blóðuga, vikulanga baráttu við liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas, forseta Palestínumanna. Forsetahöllin í Gaza-borg var hertekin í nótt. Ró hefur að mestu færst yfir svæðið í morgun þó loftið sé enn lævi blandið. Talið er að um 100 Palestínumenn hafi fallið í átökum síðustu viku á Gaza-svæðinu. Hart var barist í gær og þegar kvöldaði fór líkt og margir spáðu og aðrir hvöttu til. Abbas, forseti, leysti upp þriggja mánaða gamla þjóðstjórn Fatah og Hamas og lýsti yfir neyðarástandi á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum. Búist er við að hann skipi bráðabirgðastjórn í dag og boði síðan til kosninga þegar hægist um. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra og forvígismaður Hamas, er þó ekki á því að víkja og segir stjórn sína starfa áfram. Lög verði sett til að binda enda á átökin. Óvíst er því hvernig málin þróast. Forsetinn hefur enn töglin og haldirnar á Vesturbakkanum en töluvert hefur fjarað undan valdi hans á Gaza. Það virðist því sem spár stjórnmálaskýrenda meðal Palestínumanna séu að rætast - að Vesturbakkinn verði landsvæði Fatah og Gaza undir stjórn Hamas - skýr klofningur hjá Palestínumönnum. Haniyeh segir þetta ómögulegt, Gaza sé órjúfanlegur hluti föðurlandsins. Hamas-liðar lýstu því yfir í morgun að þeir hefðu lagt undir sig forsetahöllina á Gaza í nótt en í gær náður þeir á sitt vald nokkrum helstu landsvæðum Fatah á Gaza. Fjölmargir liðsmenn Fatah, sumir háttsettir, voru teknir höndum í gær og óvíst um afdrif þeirra. Hamas liðar hafa þó lofað að frelsa fjölmarga háttsetta Fatah menn og það verði liður í almennri sakaruppgjöf. Almennum borgurum á Gaza-svæðinu virtist nóg boðið í morgun og gengu fjölmargir úr báðum fylkingum að ræðismannsskrifstofu Egypta í Gaza-borg í morgun þar sem þeir hvöttu fylkingarnar tila ð leggja niður vopn og friðmælast. Hamas-liðar skutu á mótmælendurna þar sem þeir gengu að fundarstaðnum og særðust fimmtán úr þeirra hópi.
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira