706 sjóliðar í Reykjavík um helgina Guðjón Helgason skrifar 14. júní 2007 12:14 706 bandarískir, spænskir og þýskir sjóliðar verða í Reykjavík um helgina. Þrjú herskip Atlantshafsbandalagsins komu til hafnar í morgun og verða til sýnis fyrir almenning laugardag og sunnudag. Þetta eru USS Normandy með þrjú hundruð sextíu og fjögurra manna bandarískri áhöfn, SPS Patino með hundrað og fjörutíu manna spænskri áhöfn og FGS Sachsen með tvö hundruð og tveggja manna þýskri áhöfn. Þau eru á vegum Atlantshafsbandalagsins og tilheyra fyrsta fastaflokki bandalagsina á höfum úti. Skip úr þeim hóp eru notuð til að bregðast við ógn við gegn NATO löndum eða hagsmunum þeirra á hafinu. Skip sem tilheyra hópnum munu síðan á næstu vikum færast yfir í viðbragðshóp á vegum bandalagsins. Michael Mahon, aðmíráll um borð í USS Normandy segir komu skipana sýnilegt tákn um skuldbindingu bandalagsins til að verja öll tuttugu og sex aðildarríkin, þar á meðal Ísland. Skipin eru komið til Íslands frá æfingum, núna síðast við strendur Noregs, og halda til hafnar á Englandi á mánudaginn. Skipin þrjú verða til sýnis almenningi laugardag og sunnudag frá klukkan tíu til tvö. USS Normandy er við Skarfabakka í Sundahöfn, SPS Patino við Korngarða í Sundahöfn og FGS Sachsen við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla ætla að mótmæla komu skipanna í dag og segja kurteisisheimsóknir af þessu tagi fallnar til að draga upp glansmynd af her og hermennsku. Í tilkynningu frá samtökunum er bent á að USS Normandy hafi tekið þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers undanfarin ár. Þá minna þau á að borgarstjórn Reykjavíkur hafi í mars 2002 samþykkti að umferð og geymsla kjarnorku-, efna- og sýklavopna verði bönnuð í borgarlandinu. Fréttir Innlent Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
706 bandarískir, spænskir og þýskir sjóliðar verða í Reykjavík um helgina. Þrjú herskip Atlantshafsbandalagsins komu til hafnar í morgun og verða til sýnis fyrir almenning laugardag og sunnudag. Þetta eru USS Normandy með þrjú hundruð sextíu og fjögurra manna bandarískri áhöfn, SPS Patino með hundrað og fjörutíu manna spænskri áhöfn og FGS Sachsen með tvö hundruð og tveggja manna þýskri áhöfn. Þau eru á vegum Atlantshafsbandalagsins og tilheyra fyrsta fastaflokki bandalagsina á höfum úti. Skip úr þeim hóp eru notuð til að bregðast við ógn við gegn NATO löndum eða hagsmunum þeirra á hafinu. Skip sem tilheyra hópnum munu síðan á næstu vikum færast yfir í viðbragðshóp á vegum bandalagsins. Michael Mahon, aðmíráll um borð í USS Normandy segir komu skipana sýnilegt tákn um skuldbindingu bandalagsins til að verja öll tuttugu og sex aðildarríkin, þar á meðal Ísland. Skipin eru komið til Íslands frá æfingum, núna síðast við strendur Noregs, og halda til hafnar á Englandi á mánudaginn. Skipin þrjú verða til sýnis almenningi laugardag og sunnudag frá klukkan tíu til tvö. USS Normandy er við Skarfabakka í Sundahöfn, SPS Patino við Korngarða í Sundahöfn og FGS Sachsen við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla ætla að mótmæla komu skipanna í dag og segja kurteisisheimsóknir af þessu tagi fallnar til að draga upp glansmynd af her og hermennsku. Í tilkynningu frá samtökunum er bent á að USS Normandy hafi tekið þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers undanfarin ár. Þá minna þau á að borgarstjórn Reykjavíkur hafi í mars 2002 samþykkti að umferð og geymsla kjarnorku-, efna- og sýklavopna verði bönnuð í borgarlandinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira